Re: Ný stjórn í Flugmódelfélagi Akureyrar
Póstað: 27. Apr. 2006 22:14:58
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Flugmódelfélags Akureyrar, sem haldinn var í flugsafninu á Akureyrarvelli í kvöld. Formaður var kjörinn Þröstur Gylfason, en aðrir í stjórn eru Árni Hrólfur Helgason og Knútur Henrýsson, sem báðir koma nýir inn í stjórnina og Guðjón Ólafsson og Guðmundur Haraldsson, sem báðir voru í fráfarandi stjórn.