Reynsluflugið fór fram áðan eða nánara tiltekið kl.0135 en þá var fyrsta flugið tekið.
Vélin er svakalega kvik með þeim hreyfingum sem eru gefnar upp í leiðbeiningunum og
minnkaði ég þær talsvert eftir fyrsta flugið til að þægilegra væra að stjórna vélinni.
Í fyrstu flugunum var ég með 8x4.5 folding prop og 12V 1300mah & 9.6V 2400mah
rafhlöðupakka til að knýja módelið áfram.
Miðað við að það var logn þá hefði ég viljað sjá vélina fljúga hraðar.
Hvorki pakkarnir né hraðastillirinn hitnuðu að ráði svo það er spurning hvort
maður prófi að fara niður um tommu í spaðastærð og sjá hvað gerist við það.
Seinna fluginu lauk svo rétt fyrir kl.0200.
PS
Myndirnar voru teknar á mína vél sem var nærri því rafmagnslaus þannig að
þetta er með því betra sem í boði er þessa stundina
