Síða 1 af 2

Re: Xfire, rafmagnsrella

Póstað: 30. Des. 2004 04:25:28
eftir Sverrir
Rafmagnsbakterían beit mig illilega í rass um daginn eftir langt hlé.

Hægt er að fylgjast með framvindu mála á þessari slóð, http://www.frettavefur.net/smidadagbok/Xfire/

Þetta kennir okkur að heimsækja ekki fólk sem er að smíða 4 hreyfla rafmagnsknúnar sprengjuvélar í skúrnum hjá sér :D

PS
Viðkomandi sprengjuvél verður til umfjöllunar í Bílar & Sport á nýja árinu, fylgist með.

Re: Xfire, rafmagnsrella

Póstað: 24. Feb. 2005 21:29:40
eftir ErlingJ
Þetta lítur vel út hjá þér hvenar á að testa.
passaðu bara hallastírin :rolleyes:

Re: Xfire, rafmagnsrella

Póstað: 24. Feb. 2005 21:36:14
eftir Sverrir
Hehe, touché :)

Var að fá rifinn sem vantaði í pósti í vikunni og geri ráð fyrir að heimsækja smíðaaðstöðuna mína á laugardaginn og reyna jafnvel að klára vænginn þá. Þannig að ef allt gengur upp þá ætti kannski að nást í testflug í kringum seinni hluta mars mánaðar. En annars myndi ég persónulega skjóta á aprílmánuð í þeim efnum.

Re: Xfire, rafmagnsrella

Póstað: 30. Mar. 2005 02:04:57
eftir Sverrir
Smá framþróun á Xfire frá því síðast, sjá nánar í smíðadagbókinni.

Mynd

Re: Xfire, rafmagnsrella

Póstað: 14. Maí. 2005 03:22:07
eftir Sverrir
Klambraði vængnum saman í kvöld og er byrjaður að klæða stélið.
Litasamsetning er náttúrlega hernaðarleyndarmál þangað til vélin verður afhjúpuð. ;)

Mynd

Re: Xfire, rafmagnsrella

Póstað: 21. Jún. 2005 14:27:22
eftir Sverrir
Allt að gerast...

Mynd

Re: Xfire, rafmagnsrella

Póstað: 21. Jún. 2005 20:34:41
eftir HjorturG
Er þetta þessi leyndó litasamsetning??? Hvít, hvít og hvít??? :D :D :D

Re: Xfire, rafmagnsrella

Póstað: 21. Jún. 2005 21:45:09
eftir Sverrir
Jamm ;)

Re: Xfire, rafmagnsrella

Póstað: 28. Jún. 2005 22:06:47
eftir Sverrir
Staðan í dag... á eftir að skreyta gripinn e-ð

Mynd

Mynd

Re: Xfire, rafmagnsrella

Póstað: 29. Jún. 2005 03:15:47
eftir Sverrir
Reynsluflugið fór fram áðan eða nánara tiltekið kl.0135 en þá var fyrsta flugið tekið.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Vélin er svakalega kvik með þeim hreyfingum sem eru gefnar upp í leiðbeiningunum og
minnkaði ég þær talsvert eftir fyrsta flugið til að þægilegra væra að stjórna vélinni.
Í fyrstu flugunum var ég með 8x4.5 folding prop og 12V 1300mah & 9.6V 2400mah
rafhlöðupakka til að knýja módelið áfram.

Miðað við að það var logn þá hefði ég viljað sjá vélina fljúga hraðar.
Hvorki pakkarnir né hraðastillirinn hitnuðu að ráði svo það er spurning hvort
maður prófi að fara niður um tommu í spaðastærð og sjá hvað gerist við það.

Seinna fluginu lauk svo rétt fyrir kl.0200.

PS
Myndirnar voru teknar á mína vél sem var nærri því rafmagnslaus þannig að
þetta er með því betra sem í boði er þessa stundina ;)