Setti í gær Fireblade 33 Power System frá Flyingwings.co.uk,
í gamla Zagi'inn minn (fljúgandi vængur).
Systemið inniheldur:
- Flight Power EVO20 3 Cell 11.1v 3300mah Lipoly Battery.
- Himax 2815-3000 brushless motor.
- Phoenix 45 amp speed controller.
- Carbon props.
Ég test flaug svo þessu í dag eftir svifflugskeppnina á Höskuldarvöllum.
Þvílíkt power það er eins og ég hafi sett þotumótor í dótið.
Það er svo mikið afl að það var nóg að fljúga á hálfri inngjöf en samt
var nógur krafur. Á fullu afli þá hverfur vængurinn á nokkrum sekúndum
hvort sem er beint áfram eða lóðrétt upp.
Flugtíminn verður væntanlega um 20-30 mín.