Síða 1 af 2

Re: Diabolo 1/3.2 frá Pilot

Póstað: 9. Apr. 2011 21:25:22
eftir Eysteinn
Sælir,

Diabolo frá Pilot hefur alltaf heillað mig. Einar Páll átti eina sem ég fékk hjá honum fyrir um ári síðan. Það kit var Einar byrjaður að setja saman og ég tók við verkefninu en ég verð að viðurkenna að ekki hef ég verið duglegur að smíða vegna tímaskorts :(.

Jóhann átti eina líka sem brotlenti hjá honum í fyrra, þá vel fékk ég hjá honum og er ég nánast búinn að laga. Á eftir að smíða nýjan eldvegg og laga húddið ;)
Ég pantaði á hana klæðningu frá Kína "Red Bull" sem reyndar var skorið út fyrir 55cc Yak54 og passar líklega á þessa. Keypti seinna svo nokkrar rúllur af klæðningu í Red Bull litum þannig að hægt verður að hafa báðar vélarnar eins þ.e. Red Bull #1 og #2.
Tvo DLE55 mótora á ég sem eiga að fara í þessar.
Ég á líka "Smoke System" sem ég keypti fyrir nokkrum árum sem ég var að spá í að nota í aðra þeirra.

Hérna eru nokkrar myndir.

Kassinn (Kit) frá Pilot.
Mynd

Eins og hún er í dag. Til gamans setti ég Extruna mína við hliðina á Diabolo.
Mynd

Mynd

Klæðningin frá Kína "Red Bull" Team ;)
Mynd

Svona lítur klæðningin út.
Mynd
Mynd

Mótorinn og "Smoke" kerfið.
Mynd

Smá upplýsingar af kassanum.
Mynd

Ég pósta aftur þegar eitthvað spennandi er að gerast hjá mér.

Kveðja,

Re: Diabolo 1/3.2 frá Pilot

Póstað: 9. Apr. 2011 21:33:59
eftir Páll Ágúst
Alvöru vél ;) Það verður gaman að sjá þessa í loftinu

Re: Diabolo 1/3.2 frá Pilot

Póstað: 9. Apr. 2011 21:48:56
eftir lulli
Það er sko Formannsbragur á þessari, Þú ert sko aldeilis farinn að brýna klærnar fyrir stórudeildina.
Það verður gaman að fylgjast með þessari ;)
Kv. Lúlli.

Re: Diabolo 1/3.2 frá Pilot

Póstað: 9. Apr. 2011 21:54:43
eftir Guðni
Hehe..góður samanburður á vélunum..gangi þér vel með þessa...:)

Re: Diabolo 1/3.2 frá Pilot

Póstað: 9. Apr. 2011 22:11:51
eftir Sverrir
69 dagar til stefnu gamli minn, nú er bara að hysja upp um sig smíðasvuntuna!

Þér á ekki eftir að leiðast með þessa út á velli. :)

Re: Diabolo 1/3.2 frá Pilot

Póstað: 11. Apr. 2011 21:56:50
eftir Jónas J
Lýst vel á þetta hjá þér, lokksins kom að þessu hjá þér. Ég er búin að vera að bíða eftir þessum þræði frá þér :)

Svo er bara að kýla vel á þetta í fríinu he he he ;)

Hvernig er með vænginn, varst þú búinn að laga brotin ????

Re: Diabolo 1/3.2 frá Pilot

Póstað: 7. Jún. 2011 17:50:08
eftir Jónas J
[quote=Sverrir]69 dagar til stefnu gamli minn, nú er bara að hysja upp um sig smíðasvuntuna!

Þér á ekki eftir að leiðast með þessa út á velli. :)[/quote]
Jæja Meistari. Hvað er að frétta ? Er hún klár fyrir Patró ? 10 dagar til stefnu ;)

Koma svo :cool:

Re: Diabolo 1/3.2 frá Pilot

Póstað: 15. Okt. 2011 00:15:56
eftir Jónas J
Nú er langt um liðið. Sverrir, getur þú spakað í rassgatið á Eysteini og aðstoðað hann við að koma rellunni á ról ?

Það er svo skuggalega lítið eftir ? Honum vantar leikfang eftir að Extran dó. Endilega bjallaðu á kallinn.

Bkv Jónas


p.s. koma svo

Re: Diabolo 1/3.2 frá Pilot

Póstað: 15. Okt. 2011 00:20:28
eftir Jónas J
Eysteinn, að klæða hana er ekkert má, meira að segja ég treysti mér til þess að strauja hana Mynd

Re: Diabolo 1/3.2 frá Pilot

Póstað: 15. Okt. 2011 00:51:25
eftir Eysteinn
[quote=Jónas J]Eysteinn, að klæða hana er ekkert má, meira að segja ég treysti mér til þess að strauja hana http://frettavefur.net/Bros/j_thumbup.gif[/quote]
Takk fyrir það Jónas. Ég er búinn að vera vængbrotinn síðan að Extran krassaði í vor. http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5055
Vandamálið hjá mér er bara tímaskortur, vinnan er hefur verið að trufla mig og svo er ég í stórframkvæmdum heima fyrir sem ég verð að klára. Líklega verður þeim framkvæmdum lokið í desember. Þá verð ég að setja fullan kraft í Diabolo. Ég verð að fá aðra flugvél sem kemur í staðin fyrir Extruna sem allra fyrst!! Ég þarf að fá stóra listflugvél!!!!

Kveðja,