Re: Diabolo 1/3.2 frá Pilot
Póstað: 9. Apr. 2011 21:25:22
Sælir,
Diabolo frá Pilot hefur alltaf heillað mig. Einar Páll átti eina sem ég fékk hjá honum fyrir um ári síðan. Það kit var Einar byrjaður að setja saman og ég tók við verkefninu en ég verð að viðurkenna að ekki hef ég verið duglegur að smíða vegna tímaskorts .
Jóhann átti eina líka sem brotlenti hjá honum í fyrra, þá vel fékk ég hjá honum og er ég nánast búinn að laga. Á eftir að smíða nýjan eldvegg og laga húddið
Ég pantaði á hana klæðningu frá Kína "Red Bull" sem reyndar var skorið út fyrir 55cc Yak54 og passar líklega á þessa. Keypti seinna svo nokkrar rúllur af klæðningu í Red Bull litum þannig að hægt verður að hafa báðar vélarnar eins þ.e. Red Bull #1 og #2.
Tvo DLE55 mótora á ég sem eiga að fara í þessar.
Ég á líka "Smoke System" sem ég keypti fyrir nokkrum árum sem ég var að spá í að nota í aðra þeirra.
Hérna eru nokkrar myndir.
Kassinn (Kit) frá Pilot.
Eins og hún er í dag. Til gamans setti ég Extruna mína við hliðina á Diabolo.
Klæðningin frá Kína "Red Bull" Team
Svona lítur klæðningin út.
Mótorinn og "Smoke" kerfið.
Smá upplýsingar af kassanum.
Ég pósta aftur þegar eitthvað spennandi er að gerast hjá mér.
Kveðja,
Diabolo frá Pilot hefur alltaf heillað mig. Einar Páll átti eina sem ég fékk hjá honum fyrir um ári síðan. Það kit var Einar byrjaður að setja saman og ég tók við verkefninu en ég verð að viðurkenna að ekki hef ég verið duglegur að smíða vegna tímaskorts .
Jóhann átti eina líka sem brotlenti hjá honum í fyrra, þá vel fékk ég hjá honum og er ég nánast búinn að laga. Á eftir að smíða nýjan eldvegg og laga húddið
Ég pantaði á hana klæðningu frá Kína "Red Bull" sem reyndar var skorið út fyrir 55cc Yak54 og passar líklega á þessa. Keypti seinna svo nokkrar rúllur af klæðningu í Red Bull litum þannig að hægt verður að hafa báðar vélarnar eins þ.e. Red Bull #1 og #2.
Tvo DLE55 mótora á ég sem eiga að fara í þessar.
Ég á líka "Smoke System" sem ég keypti fyrir nokkrum árum sem ég var að spá í að nota í aðra þeirra.
Hérna eru nokkrar myndir.
Kassinn (Kit) frá Pilot.
Eins og hún er í dag. Til gamans setti ég Extruna mína við hliðina á Diabolo.
Klæðningin frá Kína "Red Bull" Team
Svona lítur klæðningin út.
Mótorinn og "Smoke" kerfið.
Smá upplýsingar af kassanum.
Ég pósta aftur þegar eitthvað spennandi er að gerast hjá mér.
Kveðja,