Re: Heinkel He 111 F8+GM
Póstað: 2. Jún. 2011 09:37:08
Snemma kvölds 21. maí 1941, tók Heinkel He 111 H-5 frá KG 40, Luftflotte 3, með merkingarnar F8+GM á loft frá Gardemoen flugvelli nálægt Osló til að gá hvort breski flotinn væri með einhverjar aðgerðir í gangi út af austurströnd Íslands. Ástæðan fyrir þessu flugi var að tveim dögum áður höfðu orrustuskipin Bismark og Prinz Eugen lagt af stað út í Norðursjóinn á leið út á Atlantshafið, og þýsk yfirstjórn vildu vita hvor nokkur hætta væri á að þau sigldu i flasið á Bretum.
Flugstjórinn Ofw. Hans Dürfeld og þriggja manna áhöfn hans, Fw. Friedrich Harnisch, Ofw. Franz Breuer, og Uffz. Josef Lutz, áttu að kanna svæðið frá Shetlandseyjum upp að austurströnd Íslands í leit að breska flotanum.
Í niðaþoku um klukkan tvö um nóttina 22. maí heyrðu breskir hermenn á vakt á Vattarnesi á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar drunur í flugvél sem flaug framhjá þeim og íbúar í Reyðarfirði sáu glitta í flugvél í þokunni. Sumir þeirra töldu jafnvel að kviknað væri í flugvélinni og lýstu eldsrókum sem stóðu frá mótorum hennar. Tíu mínútum síðar heyrðu allir tvær miklar sprengingar.
Dürfeld flugstóri hafði náð að fljúga vél sinni inn í Reyðarfjörð í þokunni og tekið tvo til þrjá hringi í firðinum í leit að skipum, Síðan, þegar hann var að reyna að komast út aftur, flaug hann beint í klettaborgina á Krossanesi, norðan megin við mynni Reyðarfjarðar. Flugvélin gereyðilagðist og allir fjórir um borð létust.
Nokkrum dögum seinna klifu breskir hermenn frá Vattarnesi og íbúar Reyðarfjaðar upp á Krossanesið og fundu flugmennina fjóra. Þeir voru grafnir með viðhöfn í kirkjugarðinum í Reyðarfirði. Seinna voru líkamsleifar þeirra færðar til Reykjavíkur og grafnar í Fossvogskirkjugarði ásamt öðrum þjóðverjum sem létust við störf sín á Íslandi í stríðinu.
Bændurnir og búalið í Reyuðarfirði byrjuðu nú að ferja ofan af fjallinu allt brak sem hægt var að lyfta með góðu móti og árin eftir var hægt að sjá búta úr flugvélinni á og í húsum í nágrenninu, ásamt ýmsum innastokksmunum og tólum úr vélinni. Einn þekkji ég sem á meira að segja skammbyssu sem verið hafði eign eins áhafnarmeðlims..
Aðeins ein sprengja fannst á stanum og þar sem þessar könnunarvélar voru venjulega með fjórar um borð, þá er talið að hinar þrjár hafi sprungið eftir krassið.
Þessi saga um flug F8+GM og áhrifin sem það hafði á fólk í Reyðarfirði er efnið í kvikmynd sem kunningi minn ætlar að gera. Eitt af því sem hann vantar í myndina er stórt módel af flugvélinni og þar kom ég inn í söguna. Ég hef lengi haft augastað á þessari vél, en aldrei haft almennilega hvöt til að byrja á henni fyrr en nú. Og þeir félagar mínir hér fyrir norðan eru áhugasamir um þetta og ég hugsa að ég geti dregið þá með inn í smíðina ef og þegar ég þarf. Því miður er kvikmyndin unnin á áhugamannabasís og því enginn peningur til að gera neitt. Þetta módel verður líklega mitt framlag tim myndarinnar.
Og þá var fyrsta verkið að panta teikningar. Það var einfalt að velja þær, því Vance Mosher, heitinn, eigandi Vanguard Plans (http://www.vanvan.us), var búinn að teikna þær. Módelið er í 1/10 og er með vænghaf upp á um 2,20 metra. Það er spurning hvort við fljúgum módelinu inn í klettavegg fyrir kvikmyndavélarnar, en það verða áreiðanlega teknar einhverjar flugmyndir af því.
Ég set inn myndir næst.
Flugstjórinn Ofw. Hans Dürfeld og þriggja manna áhöfn hans, Fw. Friedrich Harnisch, Ofw. Franz Breuer, og Uffz. Josef Lutz, áttu að kanna svæðið frá Shetlandseyjum upp að austurströnd Íslands í leit að breska flotanum.
Í niðaþoku um klukkan tvö um nóttina 22. maí heyrðu breskir hermenn á vakt á Vattarnesi á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar drunur í flugvél sem flaug framhjá þeim og íbúar í Reyðarfirði sáu glitta í flugvél í þokunni. Sumir þeirra töldu jafnvel að kviknað væri í flugvélinni og lýstu eldsrókum sem stóðu frá mótorum hennar. Tíu mínútum síðar heyrðu allir tvær miklar sprengingar.
Dürfeld flugstóri hafði náð að fljúga vél sinni inn í Reyðarfjörð í þokunni og tekið tvo til þrjá hringi í firðinum í leit að skipum, Síðan, þegar hann var að reyna að komast út aftur, flaug hann beint í klettaborgina á Krossanesi, norðan megin við mynni Reyðarfjarðar. Flugvélin gereyðilagðist og allir fjórir um borð létust.
Nokkrum dögum seinna klifu breskir hermenn frá Vattarnesi og íbúar Reyðarfjaðar upp á Krossanesið og fundu flugmennina fjóra. Þeir voru grafnir með viðhöfn í kirkjugarðinum í Reyðarfirði. Seinna voru líkamsleifar þeirra færðar til Reykjavíkur og grafnar í Fossvogskirkjugarði ásamt öðrum þjóðverjum sem létust við störf sín á Íslandi í stríðinu.
Bændurnir og búalið í Reyuðarfirði byrjuðu nú að ferja ofan af fjallinu allt brak sem hægt var að lyfta með góðu móti og árin eftir var hægt að sjá búta úr flugvélinni á og í húsum í nágrenninu, ásamt ýmsum innastokksmunum og tólum úr vélinni. Einn þekkji ég sem á meira að segja skammbyssu sem verið hafði eign eins áhafnarmeðlims..
Aðeins ein sprengja fannst á stanum og þar sem þessar könnunarvélar voru venjulega með fjórar um borð, þá er talið að hinar þrjár hafi sprungið eftir krassið.
Þessi saga um flug F8+GM og áhrifin sem það hafði á fólk í Reyðarfirði er efnið í kvikmynd sem kunningi minn ætlar að gera. Eitt af því sem hann vantar í myndina er stórt módel af flugvélinni og þar kom ég inn í söguna. Ég hef lengi haft augastað á þessari vél, en aldrei haft almennilega hvöt til að byrja á henni fyrr en nú. Og þeir félagar mínir hér fyrir norðan eru áhugasamir um þetta og ég hugsa að ég geti dregið þá með inn í smíðina ef og þegar ég þarf. Því miður er kvikmyndin unnin á áhugamannabasís og því enginn peningur til að gera neitt. Þetta módel verður líklega mitt framlag tim myndarinnar.
Og þá var fyrsta verkið að panta teikningar. Það var einfalt að velja þær, því Vance Mosher, heitinn, eigandi Vanguard Plans (http://www.vanvan.us), var búinn að teikna þær. Módelið er í 1/10 og er með vænghaf upp á um 2,20 metra. Það er spurning hvort við fljúgum módelinu inn í klettavegg fyrir kvikmyndavélarnar, en það verða áreiðanlega teknar einhverjar flugmyndir af því.
Ég set inn myndir næst.