Síða 1 af 2

Re: 30% Extra 300

Póstað: 27. Júl. 2011 21:03:04
eftir Sverrir
Ég var búinn að bíða í smá tíma með að komast með hendurnar í þessa en loksins náði ég henni frá Ingólfi. ;)

Eins og með önnur módel frá PRC þá er ekkert hægt að setja út á vinnuna og fráganginn, eina sem þurfti að laga var að taka ca. 5mm af stélrörinu þar sem það var aðeins of langt. Nokkrar krumpur höfðu myndast á filmunni eftir ferðalagið en það gerist alltaf og er lítið mál að laga með straujárni og smá þolinmæði.

Módel: 30% Pilot-RC Extra 300
Vænghaf: 224 cm
Lengd: 210 cm
Þyngd: ~8 kg
Mótor: DA-50R m/Pitts kút
Servó: HS 7955TG(24kg)
Móttakari: AR9110
Rafhlöður: Duralite A123
Annað: Powerbox SparkSwitch
Vængpokar: Revoc

En lítum á nokkrar myndir.

Smá föndur þurfti í kringum álprófílinn svo skinnurnar næðu að setjast á eldvegginn.
Mynd

Engar nýjungar hér á ferð.
Mynd

Hysol-ið á hornunum og eldveggnum fékk að þorna yfir nótt.
Mynd

PRC tala um 12.5-19mm í bil milli vélarhlífar og nafarhlífar, ég fór með það í 9.5mm, hefði ekki viljað sjá það í 19mm!
Mynd

Skrúfa þarf Pitts hljóðkútinn á eftir að búið er að festa vélarhlífina á vélina.
Mynd

Hér sjást servó fyrir innsog og bensíngjöf og þríhyrningalistar til að styrkja eldvegginn.
Mynd

Ekkert nýtt á hæða- og hallastýrum.
Mynd

Smá skraut.
Mynd

Bensíntankurinn
Mynd

Það þarf að taka kertaþráðinn út um vélarhlífina.
Mynd

Grommet til að hlífa honum við að skerast á vélarhlífinni.
Mynd

SparkSwitch frá Powerbox, sniðug græja.
Mynd

Hér sést flest allt sem er í kringum mótorinn.
Mynd

Kveikjan og bensínáfyllingin.
Mynd

Öndunin á bensíntankinum.
Mynd

Svona lítur mótorboxið út þegar búið er að ganga frá vírunum.
Mynd

Mynd

Setti svo „hrákavörn“ á eldvegginn fyrst ég fór að gata hann.
Mynd

Hér sést hvar kveikjuþráðurinn er tekinn út úr vélarhlífinni.
Mynd

Til að auka fjörið þarf að skrúfa Pitts hljóðkútinn á þegar vélarhlífinn er komin á.
Mynd

Ákvað að lífga aðeins upp á stélgorminn.
Mynd

Mæli- og hleðsluplögg, gaumljós fyrir kveikjuna sést til hægri.
Mynd

Rafhlöðurnar eru fram í.
Mynd

Séð ofan í vélina.
Mynd

Sérhannaður tengjahaldari. ;)
Mynd

Fánanum flaggað.
Mynd

Ingólfur sáttur við gripinn.
Mynd

Re: 30% Extra 300

Póstað: 27. Júl. 2011 22:27:22
eftir Flugvelapabbi
Glæsileg vel Ingolfur, nu er bara að mæta og hreyfa hana svolitið, fa ser siðan i nefið og bolla af goðu kaffi.
Til hamingju
Kv
Einar Pall

Re: 30% Extra 300

Póstað: 27. Júl. 2011 22:39:20
eftir INE
Takk fyrir.. Hljómar vel... Nú er margföld ástæða fyrir að koma í heimsókn á Tungubakka ;)

Re: 30% Extra 300

Póstað: 27. Júl. 2011 23:12:50
eftir HjorturG
Flott vél! Loksins eru menn að sjá ljósið og mættir í DA liðið ;)

Re: 30% Extra 300

Póstað: 28. Júl. 2011 01:10:42
eftir einarak
Geggjað stuff, til lukku. Eins gott við fáum að sjá hana á AK í næstu viku!

Re: 30% Extra 300

Póstað: 28. Júl. 2011 04:37:49
eftir Fridrik
Glæsibær til hamingju með gripinn Ingó, verður gaman að sjá þessa í action

kv
Úr Sandkassanum stóra

Re: 30% Extra 300

Póstað: 28. Júl. 2011 09:13:05
eftir Gaui
Flott vél! En hvað gerir hin sniðuga græja SparkSwitch frá Powerbox?

Re: 30% Extra 300

Póstað: 28. Júl. 2011 09:47:33
eftir Sverrir
Svona í grófum dráttum þá spennujafnar hann og kveikir flott ljós!

Annars er hægt að lesa allt um rofann á heimasíðu framleiðandans.

Re: 30% Extra 300

Póstað: 28. Júl. 2011 11:57:29
eftir Árni H
Flott vél - gratúlera með hana!

Re: 30% Extra 300

Póstað: 28. Júl. 2011 17:55:56
eftir Björn G Leifsson
Segið mér eitt snillingar, þegar maður er með svona flotterí, drápsrofa og fjar-innsog, tvær spurningar...
Í fyrsta lagi hvaða rofa/hnappa á fjarstýringunni er skynsamlegt að nota? Á minni JR 9x get ég eiginlega forritað hvaða rofa og hjól sem er til þess að stýra þessu.
Ég var að setja upp CW-Cubbinn (frá Ingólfi) um daginn og setti drápsrofann á veltirofa efst vi megin ofan við inngjöfina og lét hann slökkva niður í sömu átt og hægagangur á inngjöfinni.
Innsogið vafðist meira fyrir mér, það má auðvitað helst ekki reka sig í það á flugi og á endanum setti ég það á kennslurofann sem er langur armur aftantil hæ megin. Þannig þarf að halda honum uppi til að virkja innsogið. Kannski ekki svo skynsamlegt ef maður vill vera einn að gangsetja?
Hvernig gera menn með reynslu í þessum málum?

Hin spurningin kemur líka til af mínu reynslu og kunnáttuleysi í þessum efnum: af hverju þarf maður drápsrofa ef maður er með fjarinnsog. Nægir ekki að setja innsogið á til að drepa á?