Re: CML Ultimate - designed by Dave Patrick
Póstað: 28. Jún. 2006 18:26:39
Fínasta arf tvíþekja sem fór saman á glettilega fáum tímum. Vélinni var svo reynsluflogið á mánudaginn var og svarar hún nokkuð vel og lætur bara prýðilega í loftinu en er frekar vökul eins og gefur að skilja. Hægt að nálgast módelið hjá ModelExpress bæði tilbúið til flugs og svo ósamsett í arf búningi.
Fyrst var stélið límt á og lendingarbúnaður skrúfaður á og gengið frá dekkjum og hlífum.
Því næst stjórnfletirnir, bæði hliðarstýri og hæðarstýri er með toga-toga(e. pull-pull) uppsetningu.
Hér má sjá fráganginn við servóinn, smá maus var að koma vírunum fyrir hæðarstýrið á sinn stað því þeir þræðast í gegnum 2mm göt sem eru neðst á einum formernum, en skv. leiðbeiningunum er ekki búið að fullklæða skrokkinn þegar það er gert og þar var aukabútur af klæðningu straujaður yfir þegar búið var að ganga frá vírunum en í staðinn þurfti að sýna heimsmeistaratakta í fingrafimi.
OS 70 fjórgengismótor var notaður í vélina.
Hér er búið að skera úr vélarhlífinni fyrir honum.
Servó fyrir hallastýrin voru límd og skrúfuð innan á servó lokið.
Hér má sjá bensíntank, batterý og móttkara.
Vængstýfa og tenging á milli hallastýranna.
Tada...
Glæsilegt módel og þarna sést einnig eini límmiðinn sem fylgdi með settinu.
Hægt er að sjá fleiri myndir í Myndasafni flugmódelmanna
Fyrst var stélið límt á og lendingarbúnaður skrúfaður á og gengið frá dekkjum og hlífum.
Því næst stjórnfletirnir, bæði hliðarstýri og hæðarstýri er með toga-toga(e. pull-pull) uppsetningu.
Hér má sjá fráganginn við servóinn, smá maus var að koma vírunum fyrir hæðarstýrið á sinn stað því þeir þræðast í gegnum 2mm göt sem eru neðst á einum formernum, en skv. leiðbeiningunum er ekki búið að fullklæða skrokkinn þegar það er gert og þar var aukabútur af klæðningu straujaður yfir þegar búið var að ganga frá vírunum en í staðinn þurfti að sýna heimsmeistaratakta í fingrafimi.
OS 70 fjórgengismótor var notaður í vélina.
Hér er búið að skera úr vélarhlífinni fyrir honum.
Servó fyrir hallastýrin voru límd og skrúfuð innan á servó lokið.
Hér má sjá bensíntank, batterý og móttkara.
Vængstýfa og tenging á milli hallastýranna.
Tada...
Glæsilegt módel og þarna sést einnig eini límmiðinn sem fylgdi með settinu.
Hægt er að sjá fleiri myndir í Myndasafni flugmódelmanna