Síða 1 af 2
Re: Er hægt að kenna þyrilnerdi fótbolta???
Póstað: 6. Júl. 2006 22:13:55
eftir Björn G Leifsson
Flugmódelmenn, allavega SAS-arnir sem fljúga frá Hamranesi, hafa verið í neitt sérstöku vinfengi verið við fótboltadellurnar sem dreifa gagnslausum grasvöllum allsstaðar og hvergi, til dæmis beint undir bestu aðflugsstefnunni að Hamranesinu.
Pirringurinn hefur á stundum verið gagnkvæmur.
Hver man ekki eftir því þegar ákveðinn ringulreiðsnillingur tókst á við óðan fótboltaþjálfara og sneri vasklega niður í svörðinn. (Voru ekki til myndir af því hérna einvhers staðar Sverrir?)
Nú hefur frést af nýju ráðabruggi þessa ötula baráttumanns gegn fótboltaógninni. Hann virðist sem sagt ætla að lauma sér dýpst inn í herbúðir óvinarins á einstaklega lævíslegan og undirförulan hátt með því að þykjast vilja tileinka sér þessa dæmafáu tímaeyðslu.
Hér er sönnunargagnið, úrklippa úr Fréttablaði dagsins:

Re: Er hægt að kenna þyrilnerdi fótbolta???
Póstað: 6. Júl. 2006 23:24:47
eftir Sverrir
Á sínum tíma voru myndir inn á heimasíðu Þyts, minnir að það hafi verið talið öllum fyrir bestu að fjarlægja þær.
Fyrir þá sem vilja sjá lifandi myndir frá æfingu KFN þá er hægt að sjá þær
hér
Re: Er hægt að kenna þyrilnerdi fótbolta???
Póstað: 7. Júl. 2006 07:36:12
eftir Agust
Þetta voru svo persónulegar myndir teknar um ofursterka linsu (nánast laparoscope), að mér þótti öruggara að geyma þær undir lás og slá. Var hræddur um að verða ákærður sem forhertur papparass, eða hvað þessi ágengu ljósmyndarar eru nú kallaðir.
Með kveðju frá varaflugvellinum að Geysi (Enginn fótboltavöllur í grennd!)
Re: Er hægt að kenna þyrilnerdi fótbolta???
Póstað: 10. Júl. 2006 11:15:47
eftir Ingþór
hehe þessi póstur fór framhjá mér, en annars kannast ég ekkert við málið

Re: Er hægt að kenna þyrilnerdi fótbolta???
Póstað: 10. Júl. 2006 22:41:59
eftir Björn G Leifsson
Var ég að rifja upp einhverjar slæmar minningar???

Re: Er hægt að kenna þyrilnerdi fótbolta???
Póstað: 11. Júl. 2006 01:34:36
eftir Ingþór
nei ég er fullkomnlega anvígur knattspyrnuiðkun og það mun aldrei breytast
Re: Er hægt að kenna þyrilnerdi fótbolta???
Póstað: 14. Júl. 2006 15:07:52
eftir Jón Björgvin
jæja ingþór minn alltaf í boltanum

Re: Er hægt að kenna þyrilnerdi fótbolta???
Póstað: 8. Sep. 2006 16:47:05
eftir Sverrir
Re: Er hægt að kenna þyrilnerdi fótbolta???
Póstað: 8. Sep. 2006 20:18:42
eftir kip
hehhehehhehhehe snilllld
Re: Er hægt að kenna þyrilnerdi fótbolta???
Póstað: 5. Okt. 2006 15:05:52
eftir Sverrir
Ég held að svarið við spurningunni sem Björn kastaði fram hérna í upphafi sé
JÁ!
Ingþór: Sá voða lítinn mun á FH og Valsstelpunum
Ingþór Guðmundsson leikmaður Nördanna var sigurreifur eftir leikinn gegn FH þegar Fótbolti.net hitti hann að máli. Hann sagði að leikurinn hafði verið ekkert mál.
,,Þetta var ekkert mál. Ég sá voða lítinn mun á þeim og Valsstúlkunum,” sagði Ingþór við Fótbolti.net eftir leik og var þarna að vitna í fyrsta leik KF Nörd gegn 3. flokki kvenna hjá Val.
Ingþór skoraði þrennu í leiknum og sagði tilfinninguna frábæra: ,,Ég hef aldrei upplifað þetta áður og þetta var alveg geðveikt. Ég var spurður að því hvort þetta væri gamall draumur en þetta er í raun mjög nýlegur draumur. Það eru svona tveir mánuðir síðan ég fór að spá í hvort þetta gæti gerst og þetta var stórkostlegt.”
Ólafur Þórðarson og Auðunn Blöndal voru leynivopn KF Nörd í leiknm. Ingþór hafði skiljanlega ekkert nema gott um þá að segja: ,,Óli er drifkrafturinn í liðinu, hann keyrði okkur gjörsamlega áfram. Auddi(Auðunn Blöndal) kom mjög skemmtilega á óvart og það sakaði nú ekki.”
Sumarið er búinn að vera frábært segir Ingþór og hann er meira að segja farinn af hafa gaman af Fótbolta. ,,Það er búið að vera stórkostlegt að upplifa svona og að vera með þessum strákum er alveg frábært. Ég er ekki frá því að ég sé svekktur að þetta sé búið, ég bara hugsa hálfpartinn með skelfingu til þess. Þetta eru búnir að vera frábærir þrír mánuðir og þó ég hafi ekki viðurkennt það áður þá ert búið að vera svolítið gaman af fótboltanum líka.
Heimild:
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=40260