Loksins

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: Loksins

Póstur eftir Tómas E »

Nýja myndbandið, það átti að vera lengra en það byrjaði að snjóa...



lulli
Póstar: 1266
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Loksins

Póstur eftir lulli »

Virkilega Magnað :)
Sérstaklega í seinna skotinu þar sem brunið úr skýjunum niður með klettunum inn af Herjólfsdal.
Mér líst líka betur á að þú ögrir Heimaklettinum en saklausum Eyjabæjarbúum. ;)
Keep up with a good work!!!
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Loksins

Póstur eftir Árni H »

:D Djö... áttu eftir að vefja vélinni utanum ljósastaur með þessu framhaldi :D Gaman að sjá Heimaklettinn frá þessu sjónarhorni - mér sýnist þú vera undir áhrifum frá Team Blacksheep!
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Loksins

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hmmm... Er ég einn um að hafa alvarlegar áhyggjur.

Hefurðu velt fyrir þér Tómas, hvað til dæmis mundi gerast ef flugvélin rekst á bíl eða bara dregur athygli ökumannsins og hann fer útaf og einhver slasast, jafnvel lífshættulega? Eða bara ef flygildið lenti á manninum með barnið sem sást þarna einhvers staðar og þau dyttu og slösuðust. Ert þú eða fjölskyldan þín borgunarmenn fyrir skaðabótunum? Ekkert tryggingarfélag mundi samþykkja að heimilistrygging eða jafnvel sérstök módelflugtrygging gilti.

Flug ofaní bílaumferð er ekki í lagi og alls ekki skynsamlegt að vera að þessu innan þéttbýlis. Þú ert ekki tryggður við slíkar aðstæður og ef eitthvað gerist sem vekur áhuga flugmálayfirvalda á þessu þá er eins víst að það verði skellt yfir okkur módelflugmenn alls konar þvingandi reglum, boðum og bönnum.
Við mundum reyna að verja okkur með þvi að benda á að FPV flug sé ekki módelflug og ekki á ábyrgð flugmódelfélaga en ég er hræddur um að yfirvöld væru ekkert að gera neinn greinarmun þar á.

Á netinu má finna "flott" myndbönd þar sem menn hafa verið að FPV-fljúga inni í stórborgum, t.d. í New York. Af umræðunum sem hafa spunnist um þetta þá er klárt að þeir sem standa að þessu eru klárlega að brjóta loftferðareglur og lifa mjög hættulega. Gætu fengið slæma fangelsisdóma í USA allavega. Hér á landi gilda svo til hliðstæð loftferðalög.

Þetta flug er ekki bara og brot á landslögum/reglugerðum heldur líka glannalegt, ábyrgðarlaust og ef þú værir félagi í flugmodelfélagi þá tel ég að stjórn þess ætti að áminna þig um að þetta er ekki leyfilegt og við endurtekið brot yrði að vísa þér úr félaginu.

Seinni hutinn er tekinn við mun skynsamlegri aðstæður. Spurning um hvort það sé samt ekki hreint tæknilega lögbrot að fara yfir 4-500 feta hæð því þá ertu kominn inn í flugumsjónarsvið með loftfarið þitt. Passaðu þig líka á því að vera ekki nálægt flugvellinum.

Nú ertu búinn að prófa þessa vitleysu. Vertu skynsamur og haltu þig utan þéttbýlis í framtíðinni. Það er sko meira en nóg flott myndefni í náttúrunni samanber filmurnar sem team Black sheep hafa verið að búa til í Ölpunum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Loksins

Póstur eftir Ingþór »

glæsilegt myndband... flott flug, mig langar til að prufa svona.
ef þú hættir að pósta myndböndunum hérna inn (sem ég geri ráð fyrir að þú gerir) endilega sendu mér samt link á myndböndin, ég hef trú á því að þú vitir hvað þú ert að gera.

En eftir að hafa lesið skammar póstinn hanns Björns þá ákvað ég að dansa fugladansinn í bleikum sundbol úti í glugga með það markmið að "draga athyggli ökumanns" frá verkefni sínu (að aka bíl) og vonast til að fá þannig dans"íþróttina" bannaða á Íslandi...
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Loksins

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég sá að þú varst innloggaður og bara beið eftir því að þú skrifaðir Ingþór.
Lestu nú "Skammirnar" mínar aftur almennilega og hugsaðu. Við höfum margrætt þetta þú og ég ;)

Það er engin ástæða til að letja Tómas eða banna honum eitt eða neitt annað en að setja fólk og áhugamálin okkar í hættu með því að brjóta reglur sem við allir þurfum að fara eftir. Þvert á móti hvet ég hann til að halda áfram en hugsa vel um hvernig og hvar hann flýgur.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Loksins

Póstur eftir einarak »

Þetta er geðveikt! Brjálæðislega flott þarna í klettunum. Er svo ekki næsta mission að fljúga yfir í Landeyjahöfn og til baka?
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: Loksins

Póstur eftir Tómas E »

Þakka ykkur fyrir hrósin ( og skammirnar :) ), ég skil nú alveg hvað þú meinar Björn og ég mun reyna að forðast fólk og bíla í framtíðinni en flugumferðina er ég með á hreynu áður en ég fer svona hátt.
Ætli næsta mission verði ekki að reyna að fljúga frá stórhöfða og yfir alla eyjuna.
Ég er frekar smeykur við að fljúga yfir sjó þannig að mér líst ekki vel á að reyna bakkafjöruna :)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Loksins

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Tómas E]Þakka ykkur fyrir hrósin ( og skammirnar :) ), ég skil nú alveg hvað þú meinar Björn og ég mun reyna að forðast fólk og bíla í framtíðinni en flugumferðina er ég með á hreynu áður en ég fer svona hátt.
Ætli næsta mission verði ekki að reyna að fljúga frá stórhöfða og yfir alla eyjuna.
Ég er frekar smeykur við að fljúga yfir sjó þannig að mér líst ekki vel á að reyna bakkafjöruna :)[/quote]
:)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Loksins

Póstur eftir hrafnkell »

Ég tek amk undir með Ingþóri að ég vil fá linka á myndbönd ef þú ákveður að pósta þeim ekki hér inn :)

Ég er samt sammála með glannaskapinn að einhverju leyti, óþarflega nálægt gangandi vegfarendum þarna í 1-2 skipti í myndbandinu.
Svara