Síða 1 af 1

Re: GoPro Hero eða GoPro Hero 2 ?

Póstað: 7. Jan. 2012 17:11:12
eftir Agust
Listaverð GoPro Hero er $200 en GoPro Hero 2 er $300. Er gæðamunurinn það mikill að það sé $100 virði?

Skoða í fullri skjástærð.






Re: GoPro Hero eða GoPro Hero 2 ?

Póstað: 7. Jan. 2012 17:20:08
eftir Sverrir
Myndi kannski ekki segja að þú væri að fara að kaupa tvistinn út af „gæðamun“ þó það megi eflaust finna hann ef pixlarnir eru rýndir.

Myndi frekar skoða þessa töflu.

http://gopro.com/product-comparison-hd- ... o-cameras/

Re: GoPro Hero eða GoPro Hero 2 ?

Póstað: 7. Jan. 2012 22:49:35
eftir hrafnkell
Færð hærra framerate (ef þú vilt), og eitthvað betri myndir. Til dæmis ef þú ætlar að nota hana eitthvað í minni birtu gæti það borgað sig.

Re: GoPro Hero eða GoPro Hero 2 ?

Póstað: 7. Jan. 2012 23:25:11
eftir Agust
Hefur einhver reiknað út hvar hagkvæmast er að kaupa svona grip?

Re: GoPro Hero eða GoPro Hero 2 ?

Póstað: 7. Jan. 2012 23:46:26
eftir Sverrir
Ef þú lætur senda nýjust útgáfuna heim í pósti þá kostar hún rúmlega 50.000. Hagkvæmast að kaupa hana í BNA ef menn eru á ferðalagi þar um slóðir, hún er það nálægt tollmörkum að það er ekki víst að þú yrðir látinn borga af henni við heimkomu. En ef svo færi þá mætti búast við ~1000 krónum aukalega, miðað við að þeir rukki þig bara um VSK umfram 32.500 krónur.

Hún er á 58.000 í Elko svo það er hæppinn sparnaður að taka hana með pósti hingað heim en það sparast um 20.000 ef menn eru að ferðast til BNA og koma með hana sjálfir.

Re: GoPro Hero eða GoPro Hero 2 ?

Póstað: 8. Jan. 2012 19:01:23
eftir Valgeir
Ég Keypti hd2 og smiglaði henni í tösku hjá vini og með auka festingar varð þetta 40þ komið til landsins sem er nokkuð gott. Aðal ástæðan fyrir að ég fékk mér 2 var sá að hún getur tekið 120FPS, 170º FOV í 1080p, nýrri linsu, nýum Processor sem er 2x hraðvirkari sem er betri í dimmu og lagar sig fljótar að breitingum í birtuni, time-laps á 0,5 sec fresti, auðveldari skjá, 11MP myndir, raunverulegri litum og síðan eru ljós á fleiri stöðum. þannig að mínu mati er hún þess virði.

Re: GoPro Hero eða GoPro Hero 2 ?

Póstað: 15. Jan. 2012 16:35:04
eftir Jón Björgvin
Ég var að panta mér hero2 og fullt af auka dóti með t.d. ( LCD BacPac, 32 Gb Sd kort, Wasabi Power Battery and Charger Kit, ) frá Amazon fékk allt á 457.59$ úti. En ég er það heppinn að það er einn úr fjölskyldunni sem tekur hana heim frá usa. Tók þetta sirka saman sem þetta kostar hérna heima og það var komið í 111þúsund. ég er bara sáttur með þessi kaup :-D