Síða 1 af 2

Re: Þyrlu-flugkoma

Póstað: 14. Ágú. 2006 09:54:56
eftir benedikt
Sælir félagar

við "þyrlumenn" ætlum að halda flugkomu (fun-fly), og erum að horfa á helgina 26-27 Ágúst - ef veður leyfir.

Staðsetning er ekki alveg ákveðin, en þetta verður hér fyrir sunnann, en það á eftir að ræða við þá sem stjórna flugvöllum hér á suðvesturhorningu, eða hugsanlega verður þetta ekki á módelflugvelli.

Við ætlum að vera með ýmislegt gaman, en samt óformlegt - autorotation keppni, hugsanlega eitthvað annað fun eins og að velta flöskum og pikka hluti upp. Svo verður auðvitað alskonar listflug og annað rugl ;)

Grill og hugsanlega bjór í lokin ;)

látið vita ef þið hafið einhverjar hugmyndir - þetta er rétt komið úr drauma-fasanum ;) einnig látið vita um þáttöku.

Re: Þyrlu-flugkoma

Póstað: 14. Ágú. 2006 11:26:55
eftir Sverrir
Hljómar spennandi :)

Re: Þyrlu-flugkoma

Póstað: 15. Ágú. 2006 11:26:38
eftir Þórir T
Sæll Benedikt og aðrir þyrluáhugamenn!

Hér með tek ég mér það bessaleyfi að bjóða fram okkar frábæra módelflugvöll fyrir þessa uppákomu.
Eyrabakki er þekktur fyrir margt, má þar nefna geysilega víðáttu, góðar grasbrautir, góð samsetningarborð, frábæran félagsskap, og síðast en ekki síst fæðingarstaður fyrsta íslenska atvinnuflugmannsins! þekktur sem Siggi Flug!

Lát heyra..

mbk

Tóti

892-3957

Re: Þyrlu-flugkoma

Póstað: 15. Ágú. 2006 13:02:45
eftir benedikt
já.. ég var einmitt að spá í þessum kost!

Re: Þyrlu-flugkoma

Póstað: 16. Ágú. 2006 00:31:05
eftir knutur
Sælir.. þetta verður bara gamann :)


Kv Knútur

Re: Þyrlu-flugkoma

Póstað: 16. Ágú. 2006 12:05:08
eftir MoeZ
ég mæti auddað með mína ofur 3D rugl þyrlu :) já eða þyrlur

Re: Þyrlu-flugkoma

Póstað: 16. Ágú. 2006 14:48:33
eftir benedikt
já.. en verður þú ekki á þessum tíma út í úgglöndum ;)

Re: Þyrlu-flugkoma

Póstað: 16. Ágú. 2006 16:55:01
eftir Ingþór
ég mæti ef ég verð kominn með nýjar legur í mótorinn minn

Re: Þyrlu-flugkoma

Póstað: 16. Ágú. 2006 17:41:08
eftir HjorturG
Má ég koma ef ég lofa bara að hovra???

Re: Þyrlu-flugkoma

Póstað: 18. Ágú. 2006 00:01:20
eftir Tóti
Ég mæti.