Síða 1 af 1

Re: 5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Póstað: 27. Apr. 2012 22:47:18
eftir Tóti
Sælir spekingar

Ég var að kaupa mér þetta ægilega fína hleðslutæki iCharger 106B+
Ég er búinn að vera að hlaða 5s 5.0Ah battery á því og svo allt í einu virkar 5s ballance portið ekki lengur.
Fæ bara upp villu sem segir "bal. Error"
Svo datt mér í hug að tenga 5s tengið í 6s portið á tækinu(sjá mynd).
Tækið greinir batteríið rétt 5s-18,5v, spurning er, ætti þetta að vera í lagi?
ég er aðeins búinn að prófa að hlaða, en þori bara ekki að fullhlaða :O

Mynd


kv
Tóti

Re: 5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Póstað: 27. Apr. 2012 23:10:11
eftir Gaui
Égt myndi bara fara aftur í nítró/bensín mótorana. Eini ballansinn sem þar þarf að vera er í módelinu sjálfu :D

:cool:

Re: 5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Póstað: 28. Apr. 2012 07:24:57
eftir Agust
Ef þú passar upp á að nota tengið þannig að svarti vírinn í kaplinum sé við jaðarinn á sama stað og áður þá ætti þetta að vera í góðu lagi. Þú sérð það ef þú skoðar spennuna á einstökum sellum og sérð að þær séu á sínum stað í glugganum.

Mér þykir líklegast að bilunin liggi í bilaðri lóðningu eða lausri tengingu við tengið inni í tækinu.

Ég á iCharger (man ekki númerið, en lítur eins út) og er þetta frábært tæki.

Re: 5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Póstað: 28. Apr. 2012 12:07:53
eftir Tóti
Takk fyrir þetta Ágúst.
Ég er búinn að prófa að fullhlaða batteríið og þetta virðist virka vel.

Ég held að ég sé ekkert að reyna að laga 5s tengið á meðan ég get hlaðið á 6s tenginu. Ég er ekki nógu öruggur með að lóða svona rafmagnsdót.

Gaui ég á líka svona módel með nýtró mótor ;) búinn að ballansa það módel eins vel og hægt er, en ég get enganvegin losnað við titringinn úr mótornum :D þess vegna er ég farinn í rafmagns.

Re: 5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Póstað: 28. Apr. 2012 22:02:42
eftir Gaui
[quote=Tóti]...en ég get enganvegin losnað við titringinn úr mótornum...[/quote]

Ertu viss um að þú þurfir ekki bara að balgvanísera spaðann?

:cool:

Re: 5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Póstað: 28. Apr. 2012 22:50:52
eftir Sverrir
Veit ekki hvernig það er í þessu tæki en ég leit inn í annað tæki á sínum tíma og þá voru öll portin samtengd, sem sagt pinni 1 í öllum tengjunum fór á sama stað o.s.frv. Enda bara hægt að hlaða eina rafhlöðu í einu, svo það er ástæðulaust að flækja þetta.

[quote=Gaui][quote=Tóti]...en ég get enganvegin losnað við titringinn úr mótornum...[/quote]

Ertu viss um að þú þurfir ekki bara að balgvanísera spaðann?
[/quote]

OMG!!! Tóti þarna kemur svarið, að þú skyldir ekki vera búinn að prófa þetta!!! ;) :P

Svo er líka mikið flottara hljóð í rafmagnsþyrlunum þegar þær keyra sig upp á snúning! :cool: