Við Árni Hrólfur skruppum út með Eyjafirði austan megin í dag til að athuga hvort ekki mætti fljúga hang einhversstaðar og fundum alveg frábæran stað: Garðsvík.
Það var frekar kalt, en stöðugur norðan vindur beint á bakkana við Garðsvík. Við fengum heimild til að aka niður eftir túninu, en það er bílastæði við sjóðveginn akkúrat við víkina og ekki nema 200 metra gangur niður á flugstaðinn. Við skemmtum okkur heilmikið við að fljúga hang við fullkomnar aðstæður.
Við setjum inn vídeó um leið og þau eru tilbúin.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Það var algjör skyndiákvörðun hjá okkur Gauja um hádegið að skreppa út í norðangarrann með nýja svifflugu og vænginn minn, sem hefur reyndar aldrei flogið þar sem það dettur alltaf á dúnalogn þegar ég fer með hann út úr húsi.
Ég var búinn að hafa auga á þessum stað við Garðsvík í smátíma og fannst alveg tilvalið að bjóða Gauja í smá lífsháskaferð út fyrir bæinn fyrst svifflugan hans var tilbúin. Úr varð stórskemmtilegur bíltúr og góður hangstaður kominn inn á kortið
[quote=Gunnarb]Hvernig vaengur er thetta Gaui?[/quote]
Þetta er einhver Zagi lookalike, sem ég keypti í módelbúð í Álaborg í máttvana tilraun til mótvægis við konuna mína elskulega, sem rétt áður hvarf inn í H&M með íslenskan æðisglampa í augunum.
Inni á rcgroups.com og rcmf.co.uk eru líflegar umræður um slope soaring og flying wings.