Síða 1 af 1

Re: Hang í Eyjafirði

Póstað: 29. Apr. 2012 14:51:01
eftir Gaui
Við Árni Hrólfur skruppum út með Eyjafirði austan megin í dag til að athuga hvort ekki mætti fljúga hang einhversstaðar og fundum alveg frábæran stað: Garðsvík.

Mynd

Það var frekar kalt, en stöðugur norðan vindur beint á bakkana við Garðsvík. Við fengum heimild til að aka niður eftir túninu, en það er bílastæði við sjóðveginn akkúrat við víkina og ekki nema 200 metra gangur niður á flugstaðinn. Við skemmtum okkur heilmikið við að fljúga hang við fullkomnar aðstæður.

Mynd

Mynd

Við setjum inn vídeó um leið og þau eru tilbúin.

:cool:

Re: Hang í Eyjafirði

Póstað: 29. Apr. 2012 15:57:40
eftir Gaui
Hér er vídeó af fluginu:



:cool:

Re: Hang í Eyjafirði

Póstað: 29. Apr. 2012 19:29:29
eftir Messarinn
Magnað

Re: Hang í Eyjafirði

Póstað: 29. Apr. 2012 23:07:01
eftir Árni H
Það var algjör skyndiákvörðun hjá okkur Gauja um hádegið að skreppa út í norðangarrann með nýja svifflugu og vænginn minn, sem hefur reyndar aldrei flogið þar sem það dettur alltaf á dúnalogn þegar ég fer með hann út úr húsi.

Ég var búinn að hafa auga á þessum stað við Garðsvík í smátíma og fannst alveg tilvalið að bjóða Gauja í smá lífsháskaferð út fyrir bæinn fyrst svifflugan hans var tilbúin. Úr varð stórskemmtilegur bíltúr og góður hangstaður kominn inn á kortið :)

Hér er svo smávídeó úr minni myndavél:


Næst verður gerð hópferð á staðinn!

Kv,
Árni Hrólfur

Re: Hang í Eyjafirði

Póstað: 29. Apr. 2012 23:29:44
eftir Böðvar
Þetta var frábært að sjá, mér hitnar öllum að innan að sjá ykkur í fljúga hangflugið vel gallaða með skíðagleraugu við hressandi undirleik.

Re: Hang í Eyjafirði

Póstað: 29. Apr. 2012 23:44:32
eftir Óli.Njáll
Eitt orð frábært

Re: Hang í Eyjafirði

Póstað: 30. Apr. 2012 21:57:05
eftir Gunnarb
Hvernig vaengur er thetta Gaui?

Re: Hang í Eyjafirði

Póstað: 30. Apr. 2012 23:30:00
eftir Gaui
Ég á hvítu fluguna. Hún heitir Heron og er frá Flair. Árni á vænginn. Ég veit ekki hvaða tegund hann er, en ég á svipaðan væng sem kallast X-it.

:cool:

Re: Hang í Eyjafirði

Póstað: 1. Maí. 2012 08:08:44
eftir Árni H
[quote=Gunnarb]Hvernig vaengur er thetta Gaui?[/quote]

Þetta er einhver Zagi lookalike, sem ég keypti í módelbúð í Álaborg í máttvana tilraun til mótvægis við konuna mína elskulega, sem rétt áður hvarf inn í H&M með íslenskan æðisglampa í augunum.

Inni á rcgroups.com og rcmf.co.uk eru líflegar umræður um slope soaring og flying wings.

Kv,
ÁHH