23.08.2006 - Fréttavefsmótið

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 23.08.2006 - Fréttavefsmótið

Póstur eftir Sverrir »

Til stendur að halda Fréttavefsmótið nk. laugardag 26.ágúst á Eyrarbakkaflugvelli og mun það hefjast kl.13. Eins og menn hafa eflaust tekið eftir þá hefur veðurspágáfa veðurfræðinga vorra ekki verið upp á marga fiska síðustu daga. Því eru menn beðnir um að fylgjast vel með hér á Fréttavefnum næstu daga svo engin fari nú villur vega um næstu helgi.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 23.08.2006 - Fréttavefsmótið

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég var að frétta að það væri flugsýning í Rþeykjavík þennan laugardag. Veit einhver um tímasetningar á því???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 23.08.2006 - Fréttavefsmótið

Póstur eftir Sverrir »

Hún á að byrja kl.13, Flugmálafélagið stendur fyrir þessari sýningu eins og undanfarin ár.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: 23.08.2006 - Fréttavefsmótið

Póstur eftir Þórir T »

Samt alltaf dáldið merkilegt, að þessar sýningar eru bara auglýstar korteri fyrr.... eða svo gott sem....
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: 23.08.2006 - Fréttavefsmótið

Póstur eftir Þórir T »

Langar til að setja smá á blað varðandi næstu helgi, þeas Fréttavefsmótið.
Meiningin var að halda það síðustu helgi, en þökk sé spáfræðingum veðurstofunar þá var tekin ákvörðun um frestun til komandi helgar.
Eins og staðan er núna er sú spá ekki heldur mjög björt, en við skulum ekki örvænta fyrr en nær dregur.
Nokkrir þyrlumenn ætla að slást í hópinn og eins hef ég orðið var við gríðarmikinn áhuga hjá flugvélamódelmönnum nær og fjær.
Mjög gott væri ef menn gætu skotið pósti á akk@simnet.is með áætlaðan fjölda manna í kringum sig.
En ítrekum aftur að fylgjast vel með hér á Fréttavefnum með gangi mála...

mbk
Þórir T
Formaður Flugmódelfélagsins Smástundar.

892-3957
Svara