28.08.2006 - Fréttavefsmótið og nýr flugvöllur

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 28.08.2006 - Fréttavefsmótið og nýr flugvöllur

Póstur eftir Sverrir »

Eins og menn hafa eflaust tekið eftir þá var Fréttavefsmótið haldið sl. laugardag af Smástund á Eyrarbakkaflugvelli og hér á eftir kemur samantekt frá sérlegum fréttaritara okkar á Suðurlandi honum Þóri einnig þekktur sem Tóti Kokkur.


Hið árlega og stórskemmtilega Fréttavefsmót var haldið á Eyrabakkaflugvelli í dag. Mótið að þessu sinni var í umsjá Flugmódelfélagsins Smástundar. Að vanda mætti fjöldi manns, bæði til að fljúga og til að fylgjast með.

Veðrið rættist heldur betur, en til gamans má geta þess að kl 12:50 gerði úrhellisrigningu, töldu menn þá að dómur væri fallinn, en sem betur fer reyndist svo ekki vera því veðrið gerði ekkert nema að batna. Hæg gola og hiti sáu til þess að hægt var að spóka sig á stuttermabolnum. Um 20 módel voru á staðnum bæði flugvélar og þyrlur, og enn fleira fólk.

Smástund bauð upp á léttar veitingar að hætti Fréttavefsmótsins. Höfðu menn á orði að vallaraðstaðan á Eyrabakka væri einstök, ekki síst fyrir sakir góðra grasbrauta og góðs umhverfis.

Mjög gaman er að ná að halda þennan dag árvissan og alltaf er ákveðin stemming sem myndast, þó vissulega hafi skyggt á hversu fáliðað var af Suðurnesjunum. En vonandi ná menn að tryggja tengslin um næstu helgi þegar Suðurnesjamenn taka formlega í notkun nýjan völl.

Smástundarmenn vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra sem lögðu leið sína á uppákomuna í dag.


Ritsjóri getur glatt Þóri með því að Suðurnesjamennirnir sem sáust ekki voru allir undir grænni torfu eða réttara sagt að leggja niður grænar torfur á nýju vallarsvæði við Seltjörn. Hið sama svæði stendur svo til að vígja nk. laugardag 2.september með flugkomu.
Icelandic Volcano Yeti
Svara