Síða 1 af 1

Re: 08.09.2006 - Víðavangsflugi Smástundar frestað um rúma viku

Póstað: 8. Sep. 2006 00:29:03
eftir Sverrir
Vegna óhagstæðs veðurútlits þá hefur verið ákveðið að fresta víðavangsflugi Smástundar, sem átti að halda laugardaginn 9.september, um rúma viku eða fram á sunnudaginn 17.september og hefst það kl.11

Re: 08.09.2006 - Víðavangsflugi Smástundar frestað um rúma viku

Póstað: 9. Sep. 2006 12:57:03
eftir Björn G Leifsson
Getur einhver sagt okkur aðeins meira frá fyrirkomulaginu? Ég hefði ekki getað komið þessa helgi en kannski þann 17.?? VÆri gaman að vita hvernig þetta fer fram.

Re: 08.09.2006 - Víðavangsflugi Smástundar frestað um rúma viku

Póstað: 9. Sep. 2006 14:07:12
eftir Sverrir
Eitthvað heyrði ég talað um að bílar eigi að koma við sögu en er ekki best að fá mótastjóra Smástundar á svæðið... Þóriiiiiirrrrrrrr

Re: 08.09.2006 - Víðavangsflugi Smástundar frestað um rúma viku

Póstað: 10. Sep. 2006 13:14:20
eftir Steinar
Þetta verður amk skemmtileg tilbreyting.

Re: 08.09.2006 - Víðavangsflugi Smástundar frestað um rúma viku

Póstað: 10. Sep. 2006 16:28:43
eftir Þórir T
Var búinn að skrifa hér pistil klukkan hálfníu í morgun, en rafhlaðan dugði ekki til að ég gæti ýtt á senda.... :-( reyni því aftur.

Mótanefnd hefur ekki útfært þetta nákvæmlega ennþá, en stefnt er að fundi núna á allra næstu dögum. Meiningin er samt að Eyrabakkaflugvöllur komi talsvert við sögu og skulu menn vinna saman 2 í liði þar sem annar þarf að vera ökumaður. Læt fljóta inn nákvæmt fyrirkomulag hér við fyrsta tækifæri...

mbk
Tóti Formaður

Re: 08.09.2006 - Víðavangsflugi Smástundar frestað um rúma viku

Póstað: 10. Sep. 2006 16:43:34
eftir Sverrir
Hljómar mjög spennandi, nú er bara að fjölmenna um næstu helgi austur á völl :)