Kynning

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Kynning

Póstur eftir Gauinn »

Sælir allir saman.
Guðjón Guðvarðarson heiti ég, 59 ára.
Fyrir ekki svo mjög löngu síðan, lágu leiðir okkar "Lúlla" saman, kom þá í ljós að hann hafði áhugamál, sem hafði legið í dvala hjá mér í amk. 45 ár.
Upp úr því fór ég að venja komur mínar á Suðurnesin og við Hvaleyrarvatn.
Ég er ljósmyndaáhugamaður, fornbílaáhugamaður og ferða áhugamaður fyrir, munar ekkert um að endurvekja flugmódel áhugann líka.
Hef aldrei flogið nokkuri vél, og þekki ekkert af þeim tækniorðum sem notuð eru í sambandi við þessa tómstund, þess vegna megið þið alveg búast við "kjánalegum" spurningum hér á spjallinu og víðar.
Gæti trúað að ég gæti haft gaman af að setja saman módel með fjórgengis vél, læra flugið af og með öðrum á meðan.
En, geri mér fulla grein fyrir að ég þarf alveg gríðarlegan stuðning við að komast inn í þetta.
Ég er nú samt aðeins kominn af stað (bara pínulítið) með því að fylgjast með, svo er "Lúlli" alveg ótrúlega þolinmóður við mig.
Og þið, sem ég hef hitt!!! Skemmtilegur félagsskapur, held ég.
En sem sagt, algjör græningi í þessu og veit eiginlega ekkert hvað ég á að gera fyrst.
(Úff....alltaf svona þegar ég sest við skriftir, verður allt of langt hjá mér, sennilega vegna mikillar heyrnarskerðingar sem ég varð fyrir nokkrum árum síðan :-) ).

Gott í bili. Kveðju til ykkar allra. Guðjón.Mynd
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11492
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kynning

Póstur eftir Sverrir »

Velkominn Guðjón, ekki seinna vænna að endurvekja áhugann! :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Kynning

Póstur eftir Guðjón »

Velkominn á spallið og einnig í stærsta hóp Guðjóna á norðurlöndunum!
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
lulli
Póstar: 1262
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Kynning

Póstur eftir lulli »

Ánægður með þig :)
Það þarf fleiri svona ekta grúskara í sportið :D :D
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Svara