Síða 1 af 5

Re: Vandræði með að klæða

Póstað: 31. Maí. 2012 23:02:34
eftir Guðjón
Ég ætlaði að fara að klæða rudderinn núna rétt í þessu en náði ómögulega að fá filmuna til að festast á balsanum. Þetta er filman frá SIG sem fæst í Tómó. Ég er búinn að prófa mikinn hita og lítinn hita og filman skreppur vel saman en festist ekki. Ég er búinn að ryksuga spýturnar og þurka af þeim með tusku. Eruð þið með eitthvað galdratrix fyrir mig.

Re: Vandræði með að klæða

Póstað: 31. Maí. 2012 23:22:04
eftir Gaui
Ég er búinn að prófa þessa SIG filmu í nokkrum litum og það er akkúrat þetta sem hún gerir. Farðu með hana aftur í Tómó og segðu þeim að þetta sé gallað: límið virkar ekki. Svo skaltu annað hvort heimta aðra tegund af filmu eða biðja Jón V Péturs að panta fyrir þig Solarfilm frá Englandi. Hún er miklu betri.

:cool:

Re: Vandræði með að klæða

Póstað: 31. Maí. 2012 23:23:14
eftir Guðjón
Shit, þau eiga eftir að hata mig! Þetta er filma fyrir 8.000 kall.

Re: Vandræði með að klæða

Póstað: 31. Maí. 2012 23:46:22
eftir Guðjón
Greinilega fleiri sem eru í vandræðum: http://www.rcuniverse.com/forum/m_6237695/tm.htm

Re: Vandræði með að klæða

Póstað: 1. Jún. 2012 02:18:28
eftir Guðjón
Vitið þið hvort Aerokótið sé almennt svona lélegt eða er þetta bara gölluð vara?

Re: Vandræði með að klæða

Póstað: 1. Jún. 2012 08:08:16
eftir Gaui
Ég hef ekki notað mikið af því, en það virðist allt vera svona slæmt. Ég komst fyrst í kynni við það fyrir svona 1 1/2 ári og það límdist ekkert þá.

Mæli EKKI með því.

:cool:

Re: Vandræði með að klæða

Póstað: 1. Jún. 2012 15:44:22
eftir Guðjón
Ég er búinn að gera nokkrar tilraunir núna; filma á balsa, filma ofan á filmu og lím á móti lími. Filman heldur límist ekki einusinni þegar ég lími hana lím á móti lími!

Re: Vandræði með að klæða

Póstað: 1. Jún. 2012 18:06:55
eftir Árni H
[quote=Guðjón]Ég er búinn að gera nokkrar tilraunir núna; filma á balsa, filma ofan á filmu og lím á móti lími. Filman heldur límist ekki einusinni þegar ég lími hana lím á móti lími![/quote]

Þetta hljómar alveg eins og þegar ég gleymdi einu sinni að taka pappírinn aftan af filmunni ;) Ef þetta er hinsvegar samskonar filma og Gaui lánaði mér í grunsamlegu örlætiskasti til að prófa á Gremlin, þá get ég staðfest að þetta er handónýtt helvíti!

Re: Vandræði með að klæða

Póstað: 1. Jún. 2012 19:39:05
eftir Guðjón
Haha, ég tók auðvitað plasti af.

Re: Vandræði með að klæða

Póstað: 1. Jún. 2012 21:23:57
eftir Gunni Binni
[quote=Guðjón]Haha, ég tók auðvitað plasti af.[/quote]

Ertu viss um að hafa ekki hent filmunni og reynt að strauja bakfilmuna á? :)
kveðja
GBG