Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2012 - Flugkoma FMFA
Póstað: 11. Ágú. 2012 21:22:15
Hin árlega flugkoma Flugmódelfélags Akureyrar var haldin á Melgerðismelum í dag. Frekar fámennt var á fluglínunni miðað við mörg fyrri ár en margir kusu að geyma módelin í bílum og kerrum í dag sökum hvassviðris.
Ekki vantaði þó flugvélar í loftið þar sem Steve Holland flaug vélunum sínum yfir allan daginn. Gaman var að sjá til Steve og ótrúlegt hvernig vélarnar léku sér í loftinu hjá honum. Ekki létu innlendir módelmenn þó slá sig út af laginu og nokkrir fóru á flug.
Yfir daginn var boðið upp á veitingar í Hyrnunni sem viðstaddir gerðu góð skil. Þar var einnig kassagrams svo allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Um kvöldið var svo grillað og skemmtu menn sér vel fram eftir kvöldi.

Lýsir laugardeginum vel, allir í skjóli og niðurbundnir.
Ekki vantaði þó flugvélar í loftið þar sem Steve Holland flaug vélunum sínum yfir allan daginn. Gaman var að sjá til Steve og ótrúlegt hvernig vélarnar léku sér í loftinu hjá honum. Ekki létu innlendir módelmenn þó slá sig út af laginu og nokkrir fóru á flug.
Yfir daginn var boðið upp á veitingar í Hyrnunni sem viðstaddir gerðu góð skil. Þar var einnig kassagrams svo allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Um kvöldið var svo grillað og skemmtu menn sér vel fram eftir kvöldi.

Lýsir laugardeginum vel, allir í skjóli og niðurbundnir.