Grísará - 19.ágúst 2012 - Wolfi sviffluga prófuð

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3668
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grísará - 19.ágúst 2012 - Wolfi sviffluga prófuð

Póstur eftir Gaui »

Bendi mætti til mín í morgun með litla svifflugu, Wolfi frá Rödel Modellbau, sem hann er búinn að dunda sér við að setja saman í sumar. Við fórum yfir hreyfingar á stýrum og staðsetningu á jafnvægispunkti og þegar allt var eins og við vildum helst, þá var vængurinn tjóðraður á og rölt upp á tún fyrir ofan bílskúrinn til að sjá hvernig hún svífur.

Ég byrjaði á því að kasta henni sjálfur, en þá bara hlunkaðist hún í jörðina eftir nokkra metra.

Mynd

Þá tók Bendi sig til og skutlaði flugunni af krafti.

Mynd

Þá sveif hún eins og engill langar leiðir yfir túninu. Því miður tókst mér ekki að fá hana til að hætta því fyrr en hún var um það bil að fara fram af og hún hvarf sjónum okkar ofan í farveg Grísarár.

Mynd

Við hlupum til og þetta blasti við:

Mynd

Það eina sem kom í veg fyrir að flugan endaði í ánni var lítið jólatré sem sést efst til vinstri á myndinni. Björgunaraðgerðir voru framkvæmdar fljótt og fumlaust.

Mynd

Og þá var hægt að taka mynd af módeli og smið:

Mynd

Við hlökkum til að prófa að taka þessa flugu upp á spilinu okkar og í hanginu seinna meir.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Óli.Njáll
Póstar: 63
Skráður: 25. Jún. 2009 22:46:40

Re: Grísará - 19.ágúst 2012 - Wolfi sviffluga prófuð

Póstur eftir Óli.Njáll »

Ég segi bara til hamingju með þetta Bendi og magnað framtak hjá þér :cool:
Passamynd
Kjartan
Póstar: 83
Skráður: 22. Nóv. 2008 01:44:20

Re: Grísará - 19.ágúst 2012 - Wolfi sviffluga prófuð

Póstur eftir Kjartan »

Til hamingju með sviffluguna Bendi, ég tek mína svifflugu með á melana næst og tek teigjuna með.
Kveðja
Kjartan
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Grísará - 19.ágúst 2012 - Wolfi sviffluga prófuð

Póstur eftir Messarinn »

Flott sviffluga Bendi og til hamingju með frumflugið
GH
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Svara