Síða 1 af 2

Re: GoPro Hero 3

Póstað: 17. Okt. 2012 11:59:44
eftir raRaRa
Jæja, núna er GoPro Hero 3 að koma út!

Mynd

Þessi nýja GoPro Hero 3 vél er:

30% minni.
25% léttari.
2x öflugri.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir þá sem vilja setja GoPro á flugmódelið sitt. Bæði er myndavélin minni og léttari :)

Það eru hinsvegar 3 útgáfur af GoPro Hero 3, hægt er að sjá muninn á þeim á vefsíðu GoPro:
http://gopro.com/hd-hero3-cameras

White Edition er eins og GoPro 1 nema 30% minni, 25% léttari og hefur innbyggt WiFi.
Silver Edition er eins og White Edition nema hefur allt sem GoPro 2 hefur að bjóða.
Black Edition bíður upp á:
4kp 12 fps, 2.7kp 30 fps
1440p48/1080p60/720p120 fps
12MP / 30 fps Burst
Wi-Fi Built-In
Wi-Fi Remote Included
GoPro App Compatible
Pro Low-Light Performance

En já mig langaði bara að deila þessu.

Re: GoPro Hero 3

Póstað: 17. Okt. 2012 12:39:33
eftir maggikri
Var einmitt að fá póst frá þeim. Hún er ekki komin í almenna sölu ennþá bara pre order. Þessi er flott. Þessi er sennilega betri í neðansjávarmyndatökum.

Þú svaraðir aldrei póstinum mínum.

" Hvernig er Bixlerinn með GOPRO myndavél einungis í nefinu?
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6672&p=2

kv
MK

Re: GoPro Hero 3

Póstað: 17. Okt. 2012 18:49:21
eftir Björn G Leifsson

Re: GoPro Hero 3

Póstað: 17. Okt. 2012 19:04:33
eftir hrafnkell
ahhh. Mikið er ég glaður að vera ekki búinn að splæsa í hd2 :) Ég á hd1 fyrir, en get vel hugsað mér 1080p 60fps og fleira góðmeti.

Þetta lítur svolítið spennandi út. Ógeðslega flott promo myndband líka, eins og venjulega frá gopro.

Re: GoPro Hero 3

Póstað: 17. Okt. 2012 20:21:59
eftir Gaui
Greinilega ekki fyrir kyrrsetumann eins og mig !

:cool:

Re: GoPro Hero 3

Póstað: 27. Nóv. 2012 10:23:33
eftir Þórir T
Er einhver kominn með Hero 3???

Ég á nefnilega til eina nýja orginal Gopro aukarafhlöðu sem ég get ekki notað, ef einhver gæti nýtt sér hana..
Var keypt fyrir mig úti í USA og rangt afgreidd hjá búðarkallinum...


Mynd


Þórir 892-3957

Re: GoPro Hero 3

Póstað: 27. Nóv. 2012 11:55:07
eftir hrafnkell
Ég fékk mína (black) í seinustu viku... Hvað viltu fyrir rafhlöðuna?

Re: GoPro Hero 3

Póstað: 27. Nóv. 2012 12:46:03
eftir Þórir T
Bara það sama og hún kostaði úti 25 evrur sem gera þá 4000 kall..

Re: GoPro Hero 3

Póstað: 29. Nóv. 2012 16:21:07
eftir Valgeir
það eru ekki sama battery í 2 og 3, svona til að losna við óþarfa misskilning

Re: GoPro Hero 3

Póstað: 29. Nóv. 2012 19:28:12
eftir Þórir T
Þess vegna byrjaði ég einmitt póstinn minn á að spyrja hvort einhver væri kominn með
Hero 3 :)

Þetta er semsagt rafhlaða í HERO 3