Síða 1 af 2

Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík

Póstað: 26. Jan. 2013 14:09:46
eftir GústiGústa
Sælir allir/öll,
var að leika mér með octócopterinn í gærdag í Víkinni við ósa Ósarinnar. Datt í hug að skella þessu hérna inn til gamans. Væri áhugavert að heyra í einhverjum sem hafa verið að leika sér með fjölhreyflavélar(tri-quad-hex-octo of svo framvegis).



Með bestu,
Gústaf.

http://gustig.blog.is

Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík

Póstað: 26. Jan. 2013 17:55:38
eftir Gaui
er þetta skjáflug eða sjónflug?

Verst hvað myndavélin bjagar allt.

:cool:

Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík

Póstað: 26. Jan. 2013 19:59:02
eftir Agust
Takk fyrir myndbandið.

Segðu mér, hvaða kosti hefur áttblöðungur fram yfir t.d. fjórblöðung?

(Áttblöðungur þyrla með átta skrúfublöðum, sbr. áttæringur).

Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík

Póstað: 26. Jan. 2013 20:44:03
eftir raRaRa
Mjög flott myndband.

Aðal kosturinn að hafa fleiri mótora er sennilega stöðugleikinn. En aftur á móti fer svakaleg orka í sóun að þurfa keyra svona marga mótora. Ég hef séð myndbönd af quadcopter sem eru mjög stöðugir, sé ekki allveg þörfina á fleiri en 4 ef maður hefur búnað sem sér um að halda stöðugleika. Eru fleiri kostir en stöðugleiki? :)

Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík

Póstað: 26. Jan. 2013 21:45:13
eftir Gauinn
Takk fyrir myndbandið.
Það eru tvær spurningar sem leita á mig.
Í Bridge ljósmyndaforritinu er hægt að leiðrétta linsutruflanir á ljósmyndum, er til svoleiðis fyrir hreyfimyndir?
Hitt er, hafa björgunarsveitir nýtt sér þessa tækni við leitir?

Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík

Póstað: 26. Jan. 2013 22:56:06
eftir Tóti
[quote=Agust]Takk fyrir myndbandið.

Segðu mér, hvaða kosti hefur áttblöðungur fram yfir t.d. fjórblöðung?

(Áttblöðungur þyrla með átta skrúfublöðum, sbr. áttæringur).[/quote]


Á mínu vavri á veraldarvefnum um multicoper fyrir myndatökuflug hef ég komist að því að octocopter hefur mikklu meira afl en td quadcopter og eru öruggari vegna þess að það er í lagi að missa allt upp í 3 mótora en geta samt lent án mikilla skemmda. Ef quadcoper missir einn mótor er allt búið.

Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík

Póstað: 26. Jan. 2013 23:40:30
eftir einarak
geggjað!

Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík

Póstað: 28. Jan. 2013 21:22:14
eftir Patróni
[quote=Gaui]er þetta skjáflug eða sjónflug?

Verst hvað myndavélin bjagar allt.

:cool:[/quote]
Þetta er skjáflug hjá kappanum

Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík

Póstað: 29. Jan. 2013 00:06:03
eftir hrafnkell
Kostir við >4 hreyfla eru stöðugleiki, redundancy og auka burðargeta. Burðargetan er þó ekki línuleg, t.d. ekki 50% meira við að fara úr 4 í 6.

Svo bætist auðvitað við töluverður kostnaður, bæði við auka mótora en sérstaklega batteríin, sem þurfa oft að gefa 120A og uppúr. Stýringarnar höndla flestar 3-8 hreyfla án vandræða.

Ég hef bara verið að leika mér með 4 hreyfla, en er langt kominn með eina 6 hreyfla:
Mynd

Re: Octócopter við FPV flug í Bolungarvík

Póstað: 29. Jan. 2013 08:33:51
eftir Agust
Það er spurning hver sé hagkvæmasti fjöldi hreyfla með tilliti til öryggis og rafmagnsnýtni.


Líkurnar á að fleiri en einn mótor/hraðastýring bili í sama fluginu eru hverfandi, en ef eitthvað bilar:

3 hreyflar, 120° milli hreyfla: Engin umfremd (redundancy). Vélin hrapar ef einn mótor bilar.

4 hreyflar, 90° milli hreyfla: Engin umfremd í reynd. Þrír mótorar nægja ekki miðað við hvernig þeir raðast á hringinn. Vélin hrapar ef einn mótor bilar.

5 hreyflar, 72° milli hreyfla: Vélin ætti að geta lent með bilaðan mótor, en sam ekki víst.

6 hreyflar, 60° milli hreyfla: Vélin ætti að hafa möguleika á að geta lent með bilaðan mótor.

... o.s.frv.

-

Svo er auðvitað matsatriði hvort það sé ástæða að vera með umfremd í svona leikfangi. Þess vegna nægja kannski 3-4 hreyflar.

-

Ef við hugsum okkur tvær svona þyrlur sem eru jafnþungar. Önnur er með 4 hreyflum og hin með 8 hreyflum: Hvor nýtir batteríið betur?

Væntanlega er sú sem er með 4 hreyflum með stærri spaða en sú sem er með 8 hreyflum. Stórir spaðar hafa betri nýtni en litlir. Því getur maður ímyndað sér að þyrlan sem er með færri spaða nýti hleðslu rafhlöðunnar betur og geti verið lengur á lofti.