Þetta bætir talsverðri þyngd í módel og ekki allir sem vilja það, sérstaklega 3D listamenn. Svo er spurning um endinguna/bilanatíðni.
Mér þætti gaman að finna svona fyrir DME55 sem á a fara í Fjósamanninn sem vonandi kemst í loftið á þessu ári.
Þessi gefur í skyn að hann smíði þetta sjálfur? Finn ekki neitt frekar um það.
Maður sér greinilega að hann er með fríhjóla-legu á "kransinum" (stóra tannhjólinu á öxlinum). Sú lega er væntanlega veikasti punkturinn varðandi bilun.
Hér er það helsta sem ég hef fundið fyrir bensínmótora. Sumt sem gæti hentað okkur litlu köllunum en annað sem greinilega er beint að fínu ríku Drónasmiðunum:
FEMA framleiða
startara (bara?)fyrir Zenoah mótora. Toni Clark selur þær (fjallað um í
katalóknum hans), hann er ekki vanur að vilja selja drasl.
MVVS 80 með startara.
Troybuiltmodels hafa alltaf verið sterkir í stóru vélunum.
Þetta er stórt og þungt og virðist vera með alvöru
Bendix (græjan sem færir startaratannhjólið yfir kransinn, eins og í flestöllum bílvélum). Miklu þyngri lausn en fríhjólalega en væntanlega áreiðanlegri.
Enn dýrari útgáfa með rafal innbyggðan í kransinn. Örugglega ætlað fyrir drónamarkaðinn.
Sullivan eru sennilega með einna bestu
startara og rafalakerfin enda stór, dýr og beint að drónamarkaðinum. Þeirra startarar eru með bendix.
3W "Heavy Fuel" mótor með startara
(Heavy Fuel er hugtak sem tengist átaki Bandaríkjahers til að sameina eldsneytisnotkun alls síns vélakosts í eina eldsneytistegund)
Eru einhverjir sem vita um fleiri?