Þetta ARF er eiginlega aRF, þar sem það er miklu meira samsett en maður á að venjast:
- Búið er að líma hæðarstýri, hliðarstýri og hallastýri á sinn stað.
- Búið er að setja hjólin á hjólastellið.
- Stélhjól er á sínum stað á stélinu.
- Stélið er skrúfað á, en ekki límt. Hægt að taka það af ef ætlunin er að pakka módelinu niður.
- Húddinu, eða lokinu yfir rafhlöðugeymslunni, er fest með tveim seglum!
- Auka hjólastell fylgir með fyrir þá sem ætla að setja flotholt undir vélina.
Ég valdi að kaupa "32" mótor í stað "25" mótorsins frá E-Flite. Hann er töluvert öflugri. Aflið er því sem næst sama og hjá 32 glóðarhaus mótor.
Hraðastýring er Jeti Advance Opto Plus 70A. Rafhlöður sem ég á eru Emax 3S1P 4400 mAh og Eflite EVO20 4S1P 3700 mAh.
Ég prófaði að setja mæli við rafhlöðurnar. Spaðinn var APC 13" x 6,5"-E.
Battery Emax 3S1P 4400 mAH: 325W, 32.5A, 10.0V (Þokkalegt tog)
Battery Eflite EVO20 4S1P 3700 mAH: 840W, 59A, 14.1V (Gríðarlegt tog. Varð að halda fast! Hvassviðri í bílskúrnum
Ultra Stick 25e er eiginlega stóri bróðir Mini Ultra Stick
http://www.horizonhobby.com/Products/De ... ID=EFL2250
Hér er Ultra Stick 25e til samanburðar:
http://www.horizonhobby.com/Products/De ... ID=EFL4025
Hér er svo vefsíða E-Flite:
http://www.e-fliterc.com Þar er mikið úrval af ýmsu sem viðkemur rafmagnsflugi. Sjá til dæmis þennan fallega J3 Piper Cub
http://www.e-fliterc.com/Products/Defau ... ID=EFL4000
Umboð hér á landi?