[quote=Páll Ágúst]Frábært, takk.
En með Batteríin, er ekki hægt að lóða ný tengi á þau sjálf, eða er það verra?
Á síðunni sést hveri hver afhleðslutengin á batteríunum eru né tengin á hraðastillinum...
Einhverjir reyndir PA menn sem gætu kannski vitað hvaða tengi eru á þessu?[/quote]
jú, það er einmitt það sem ég átti við.
Á einni myndinni hjá þeim sést að það eru tvö Deans tengi (rauðir plastkubbar með tveimur flötum tengispöðum sem sitja hornrétt á hvorn annan) í vélinni. Það er ekki ólíklegt að það sé staðaltengi hjá þeim, þau hafa verið vinsæl í USA:
Það er XT60 tengi á flestum batteríum af þessum stærðarflokki (2200Ah) sem HK selur svo það er þá bara spuring um að skipta Deans tengjunum í XT60 eða búa til tengiskott. Jafnvel hægt að athuga með
þetta tilbúna skott, held að það passi á orgínal Deans tengin? (HK kallar sína útgáfu af þessum Deans tengjum "T-connector")
Það er alveg hægt að skipta um tengi á batteríinu en maður þarf að fara mjög, mjög varlega svo maður skammhleypi ekki batteríinu. Það er sérlega varasamt þegar maður er að lóða Deans tengi á LiPo hlöðu þar sem plöturnar sem maður þarf að lóða á eru svo nálægt hver annarri og maður þarf að ná góðri, heitri lóðningu. En, allt er hægt. Ég er alveg til í að hjálpa þér með það ef þú þarft og þú hittir á mig heima.