PA og kínabatterí?

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: PA og kínabatterí?

Póstur eftir Páll Ágúst »

Sælir, ég er að hugsa um að fjárfesta í einni vél frá Precision Aerobatics, sem eru náttúrulega gæða vörur.
Sú vél tekur 2x3sellu batterí eða 6sellu. Er batteríunum frá HK treystandi fyrir svona?
Fæ mikið fleiri batterí fyrri sama pening og þá meira af flugi (þar sem ég syndi ekki í seðlum :P)
Og annað, er í lagi að nota XT60 tengin í svona vél, höndla þau það? Myndu menn vera tilbúnir að mæla með þeim tengjum?

Kv. Páll
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: PA og kínabatterí?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Veit ekki betur en batteríin sem HK selur séu öll meira og minna vel nothæf. Það er að verða hálfgerður frumskógur með allar mismunandi tegundir. Gott að kynna sér umsagnir á vefnum. T.d. um hvað aðrir hafa verið að nota í sömu rellu með sama mótor.

Ég sé ekki betur á lýsingunni á þessari Katana en það sé búið að setja saman rafdótið svo það eru væntanlega tengi fyrir batteríin. Þú þarft kannski bara að komast að því hver þau eru og útvega batterí með sömu tengjum. Ef ekki þá kaupa slík tengi með batteriunum og skipta eða búa til millistykki (sem er aðeins verri kostur)

Það sem skiptir máli við val á tengjum er fyrst og fremst hversu mikinn straum á að flytja.
XT60 tengin eiga að klára 60A straum en þola örugglega heldur meira, allavega í stuttan tíma. Það er mælt með 70 ampera hraðastilli í vélina svo ef XT60 tengin eru vel lóðuð á vírana þá ætti það að ganga vel. Lóðningin getur auðveldlega orðið veiki hlekkurinn. Ef lóðningin er léleg þá getur hún hitnað og losnað. Við erum margir sem eru til í að hjálpa þér með það ef þú þarft.

Hér er listi sem ég fann einhvers staðar:

JST 5A
EC2 20A
EC3 40A
EC5 80A
Dean (T Conn) 50A
Micro Dean 10A
XT60 60A
2mm Bullet Conn 30A
3.5mm Bullet Conn 50A
4mm Bullet Conn 60A
5mm Bullet Conn 80A
5.5mm Bullet Conn 120A
6mm Bullet Conn 150A
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: PA og kínabatterí?

Póstur eftir Páll Ágúst »

Frábært, takk.

En með Batteríin, er ekki hægt að lóða ný tengi á þau sjálf, eða er það verra?
Á síðunni sést hveri hver afhleðslutengin á batteríunum eru né tengin á hraðastillinum...
Einhverjir reyndir PA menn sem gætu kannski vitað hvaða tengi eru á þessu?
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: PA og kínabatterí?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Páll Ágúst]Frábært, takk.

En með Batteríin, er ekki hægt að lóða ný tengi á þau sjálf, eða er það verra?
Á síðunni sést hveri hver afhleðslutengin á batteríunum eru né tengin á hraðastillinum...
Einhverjir reyndir PA menn sem gætu kannski vitað hvaða tengi eru á þessu?[/quote]

jú, það er einmitt það sem ég átti við.
Á einni myndinni hjá þeim sést að það eru tvö Deans tengi (rauðir plastkubbar með tveimur flötum tengispöðum sem sitja hornrétt á hvorn annan) í vélinni. Það er ekki ólíklegt að það sé staðaltengi hjá þeim, þau hafa verið vinsæl í USA:

Mynd

Mynd

Það er XT60 tengi á flestum batteríum af þessum stærðarflokki (2200Ah) sem HK selur svo það er þá bara spuring um að skipta Deans tengjunum í XT60 eða búa til tengiskott. Jafnvel hægt að athuga með þetta tilbúna skott, held að það passi á orgínal Deans tengin? (HK kallar sína útgáfu af þessum Deans tengjum "T-connector")

Það er alveg hægt að skipta um tengi á batteríinu en maður þarf að fara mjög, mjög varlega svo maður skammhleypi ekki batteríinu. Það er sérlega varasamt þegar maður er að lóða Deans tengi á LiPo hlöðu þar sem plöturnar sem maður þarf að lóða á eru svo nálægt hver annarri og maður þarf að ná góðri, heitri lóðningu. En, allt er hægt. Ég er alveg til í að hjálpa þér með það ef þú þarft og þú hittir á mig heima.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: PA og kínabatterí?

Póstur eftir einarak »

Það sem Björn sagði, og til viðbótar að Turnigy Nano-Tech og Rhino batteríin eru ein þau bestu á markaðnum þó þau séu frá Hbbyking. Ég er buinn að fljúga PA Katönunni minni á nano tech 2200mah í rúm tvö ár, einhver hundruðir hleðsla, í öllum aðstæðum, hratt, hægt, heitt og kalt... Þau eru eðlilega farin aðeins að dala, en ennþá alveg nothæf. En ég mundi forðast Zippy batteríin frá þeim.

btw, geðveik vél sem þú ert að spá í! Þú verður ekki svikinn af PA, spurðu bara Örn landsliðsmann
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: PA og kínabatterí?

Póstur eftir Haraldur »

Ef þú skoðar xt tengin el þá sérðu að þau eru í raun og veru banana tengi. Bananatengin eru betri en flötu tengin. Meiri kontakt flötur.
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: PA og kínabatterí?

Póstur eftir Páll Ágúst »

Snilld! Þá er stefnan sett á þessa vél. En er betra að vera með tvær 3sellu eða eina 6sellu? skiptir það einhverju máli?
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: PA og kínabatterí?

Póstur eftir Spitfire »

[quote=Björn G Leifsson]

Hér er listi sem ég fann einhvers staðar:

JST 5A
EC2 20A
EC3 40A
EC5 80A
Dean (T Conn) 50A
Micro Dean 10A
XT60 60A
2mm Bullet Conn 30A
3.5mm Bullet Conn 50A
4mm Bullet Conn 60A
5mm Bullet Conn 80A
5.5mm Bullet Conn 120A
6mm Bullet Conn 150A[/quote]

Mætti bæta hér við XT90 , lítur út eins og XT60 en á að þola 90+ amp straum.
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: PA og kínabatterí?

Póstur eftir Páll Ágúst »

jáh, ég beint í þá nýjung, betra að hafa 20A yfir heldur en að brenna yfir á blasti :P
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: PA og kínabatterí?

Póstur eftir einarak »

[quote=Páll Ágúst]Snilld! Þá er stefnan sett á þessa vél. En er betra að vera með tvær 3sellu eða eina 6sellu? skiptir það einhverju máli?[/quote]

PA vilja alltaf nota 2x3 sellu batterý frekar en 1x6s. Vélin gerir örugglega ráð fyrir því frekar en einu 6 sellu batterýi, staðsetningarlega séð. Svo geturu líka samnýtt batterýið með annari vél, það er líka það sem þeir eru að spá í, ef þú átt t.d. katana mini, sem notar 1x3 sellu, þa þarftu ekki að eiga auka sett.
Svara