26.11.2006 - Yfirlýsing frá stjórn Þyts

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 26.11.2006 - Yfirlýsing frá stjórn Þyts

Póstur eftir Sverrir »

Eftirfarandi yfirlýsing var gefin út af stjórn Þyts eftir stjórnarfund sem haldinn var í gær.

Til Félagsmanna flugmódelfélagsins Þyts.

Á stjórnar fundi Þyts haldinn 25. nóvember 2006 var samþykkt eftirfarandi.

Fram að næsta stjórnarfundi Þyts sem ákveðið var að halda í janúar 2007, verður reynt til þrautar að fá félagsmenn til að taka að sér stjórnarstörf. Núverandi stjórn Þyts mun hafa eftirlit með eigum Þyts á Hamranesi og flugsvæðið verður að sjálfsögðu opið, en að öðru leiti mun stjórnin ekki standa fyrir neinskonar félagsstarfsemi í vetur.

Engir mánaðarlegir félagsfundir verða haldnir í vetur á vegum Þyts fyrr en í fyrsta lagi í mars 2007 og þá einungis ef tekst að manna nýja stjórn Þyts á framhaldsaðalfundi Þyts, sem væntanlega verður haldinn í febrúarmánuði 2007.

Auglýsir stjórn Þyts eftir áhugasömum félagsmönnum sem tilbúnir eru að taka að sér stjórnar eða nefndarstörf á vegum félagsins.

Laus stjórnarembætti hjá flugmódelfélaginu Þyt eru: Formaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi.
Einnig vantar mannskap í eftirtaldar nefndir félagsins: Mótanefndir, öryggisnefnd, flugvallarnefnd og húsnefnd.

Einnig hvetjum við félagsmenn að tala sig saman og til dæmis að mynda hóp sem gæti hugsað sér að starfa saman að stjórnarstöfum. Áhugasamir félagsmenn Þyts vinsamlegast sendið tölvupóst til formanns Þyts, fyrir næsta stjórnarfund Þyts sem haldinn verður í janúar 2007: bodvar@simnet.is

Ef einsýnt þykir að ekki tekst að manna stjórnar og nefndarstörf félagsins, mun stjórn Þyts boða til framhalds aðalfundar samkvæmt 16.grein í lögum Þyts sem fjallar um félagsslit.

Stjórn flugmódelfélagsins Þyts.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 26.11.2006 - Yfirlýsing frá stjórn Þyts

Póstur eftir Gaui »

Það er nú svakalegt ef farið er að tala um að leggja elsta og stærsta flugmódelfélag landsins niður vegna þess að enginn fæst til að stjórna því. Ég á bágt með að trúa þessu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 26.11.2006 - Yfirlýsing frá stjórn Þyts

Póstur eftir Agust »

Sælir

Ég er sammála Gauja. Samkvæmt gildandi lögum Þyts á að kjósa formann, ritara og einn meðstjórnanda á þessu ári. Af einhverjum ástæðum mættu of fáir á aðalfund til þess að hann teldist löglegur. Það hefur gerst áður. Líklega er ástæðan sú að of langur tími líður milli þess að fundarboð er sent út og fundurinn er haldinn. Menn einfaldlega gleyma sér. Í 4. grein gildandi laga er skýrt kveðið á um hvernig eigi að standa að málum þegar svona lagað gerist. Boða skal til auka-aðalfundar, og skiptir þá ekki máli hve margir mæta. Ég er hreint út sagt yfir mig hissa á þessari yfirlýsingu stjórnarinnar.

Ég er einnig gáttaður á hinum yfir áttatíu félögum Þyts sem ekki vilja starfa í stjórninni. Getur það virkilega verið? Sjálfur var ég í stjórn í amk. 7 ár og get vottað að það er ekkert annað en ánægja sem fylgir því.

Að ræða um félagsslit núna er auðvitað til skammar. Ég skora á flugmódelmenn að láta í sér heyra.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 26.11.2006 - Yfirlýsing frá stjórn Þyts

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég held nú að stjórnin hafi hent út þessum "logandi kyndli" til þess að hræra rækilega upp í mönnum og ekki veitir af. Talsverðrar þreytu virðist gæta í félaginu. Að það sé dauðvona held ég þurfi ekki að óttast.

Ég hefði bara gaman af því að fá að taka þátt í stjórnarstarfinu og kynnast félaginu betur innanfrá. Mér þykir orðið ansi vænt um það og held að það geti verið ánægjulegt að starfa í stjórnun þess eins og Ágúst vitnar um.
Eins og ég hef rætt við núverandi og fyrrverandi formenn þá er mitt lífshlaup ennþá svo þrungið óreglulegum vinnutíma, vöktum og verkefnum að ég vil forðast að lofa mér í ábyrgðarstöður að svo stöddu.
Ástæðan fyrir því að ég kom ekki á aðalfundinn var einmitt dæmi um svona forföll sem ég sífellt er að lenda í. Ég hef ekki hugsað mér að hafa þetta alltaf svona og er að leggja drög að því að breyta þessu...

Hins vegar er ég alveg til í að vera í nefnd(-um) ef einhver vill hafa mig.

Ég vil líka gjarnan fá að taka að mér ákveðin afmörkuð verkefni sem ég get þá skipulagt sbr nýliðadaginn í sumar. Ég hafði hugsað mér að sjá um einn, kannski fleiri fund(i) í vetur (aukafélagsfundi?) þar sem sérstaklega væri dagskrá fyrir þá sem eru nýlega byrjaðir eða eru að byrja.

Ef einhver getur hjálpað mér að útvega húsnæði og nægur áhugi er hjá "markhópnum" þá er ég til í að hafa slíkan fund fimmtudagskvöldið 14.12
Kannski best að auglýsa það bara núna...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara