Re: 27.11.2006 - Ný ARF frá Top Flite, Cessna 310
Póstað: 27. Nóv. 2006 14:56:49
Í augnablikinu virðist Top Flite vera að einbeita sér að borgaralegum vélum og ekkert nema gott eitt um það að segja. Nýjasta vélin frá þeim í ARF flokkinum er Cessna 310 nálægt 1/5 skala. Vænghaf er 206 cm, lengdin er 168 cm, tekur mótora á bilinu 46-80 og þarf allt upp í 9 servó.
Nú er Top Flite hins vegar að fara nýjar leiðir inn á markaðinn því vélin mun koma með mælaborði, innviðum og ljósakerfi ísettu!!!
Von er á vélinni á markað seint í desember.

Nú er Top Flite hins vegar að fara nýjar leiðir inn á markaðinn því vélin mun koma með mælaborði, innviðum og ljósakerfi ísettu!!!
Von er á vélinni á markað seint í desember.
