Re: P-51D Mustang
Póstað: 30. Nóv. 2006 18:58:49
Fimmtudagur 30. nóv. 2006. kl. 18:00
Jæja... borðstofuborðið hefur verið rýmt fyrir næstu vél... Mustanginum góða frá Hangover 9. Sko... ég er viss um að ég nýt meiri skilnings hér en meðal "eðlilega" fólksins. "Til hvers í ósköpunum ertu að fá þér TVÆR vélar?" spyr það. Hreinskilið svar er að það var alveg óvart. Ég fór á eBay og bauð í tvær vélar, Corsair og Mustang. Corsair uppboðið átti að enda þá um nóttina, en Mustanginn eftir 6 daga. Ég var ákveðinn í að fylgja Mustanginum eftir, ef ég fengi ekki Corsair. Ég fékk Corsair... og 6 dögum seinna dugði mitt fyrsta boð til þess að ég eignaðist líka Mustang. Það kom ekki til GREINA að hætta við! Ég hef að markmiði að fá báðar vélar klárar og fljúga báðum næsta sumar.
Ég var mjög ánægður með Corsair, en sé samt núna að Hangover 9 vélin er í öðrum klassa, svona gæðalega séð. Allt er sléttara og felldara... svona flottara yfirbragð. Reyndar er mar á öðrum vængnum og smá á skrokknum líka. Ætli maður þakki ekki flytjendunum fyrir það. Leiðbeiningarnar eru líka miklu betri en með Corsair... allt sýnt í detail. Ég er byrjaður að púsla... og verð að segja að ég er þakklátur fyrir CA Debonder! En þetta hefst allt saman og skal verða grand. Myndir fylgja.
Nú er ég að spá í eitt... Mustang (.60) krefst stærri mótors en Corsair (.46). Þá er ég að spá í... á ég að fá mér tvígengis eða fjórgengis? Komment vel þegin, takk.
Fimmtudagur 30. nóv. 2006. kl. 21:35
Alltaf gott að geta glatt aðra. Ég varð fyrir bjórtruflunum við smíðina. Það fannst Árna Hrólfi fyndið. Hvað eru svo bjórtruflanir? Jú, ég var að líma hallastýrið á annan vænginn, límið var komið á og ég rek vænginn í bjórglasið. Það er við það að velta og ég bjarga því í snarhasti. Hallastýrið tók þessari forgangsröðun illa, dróst út um meira en hálfan sentimetra og límdist fast. Hana nú... bjórtruflanir voru staðreynd. En... eins og ég sagði í upphafi: Ég er þakklátur fyrir Debonder! Nú hef ég breytt vinnulaginu og fært bjórglasið. Ákjósanleg fjarlægð: (Vænghaf/2) + (3/4 handleggslengd).
Ljósmyndir
Vííí... konan ánægð... 4 vikur til jóla og borðstofuborðið horfið! Það vill svo vel til að við eigum enga vini sem koma í mat hvort eð er!
Mar á vængnum... í boði flutningsaðila!
More to follow...!
Jæja... borðstofuborðið hefur verið rýmt fyrir næstu vél... Mustanginum góða frá Hangover 9. Sko... ég er viss um að ég nýt meiri skilnings hér en meðal "eðlilega" fólksins. "Til hvers í ósköpunum ertu að fá þér TVÆR vélar?" spyr það. Hreinskilið svar er að það var alveg óvart. Ég fór á eBay og bauð í tvær vélar, Corsair og Mustang. Corsair uppboðið átti að enda þá um nóttina, en Mustanginn eftir 6 daga. Ég var ákveðinn í að fylgja Mustanginum eftir, ef ég fengi ekki Corsair. Ég fékk Corsair... og 6 dögum seinna dugði mitt fyrsta boð til þess að ég eignaðist líka Mustang. Það kom ekki til GREINA að hætta við! Ég hef að markmiði að fá báðar vélar klárar og fljúga báðum næsta sumar.
Ég var mjög ánægður með Corsair, en sé samt núna að Hangover 9 vélin er í öðrum klassa, svona gæðalega séð. Allt er sléttara og felldara... svona flottara yfirbragð. Reyndar er mar á öðrum vængnum og smá á skrokknum líka. Ætli maður þakki ekki flytjendunum fyrir það. Leiðbeiningarnar eru líka miklu betri en með Corsair... allt sýnt í detail. Ég er byrjaður að púsla... og verð að segja að ég er þakklátur fyrir CA Debonder! En þetta hefst allt saman og skal verða grand. Myndir fylgja.
Nú er ég að spá í eitt... Mustang (.60) krefst stærri mótors en Corsair (.46). Þá er ég að spá í... á ég að fá mér tvígengis eða fjórgengis? Komment vel þegin, takk.
Fimmtudagur 30. nóv. 2006. kl. 21:35
Alltaf gott að geta glatt aðra. Ég varð fyrir bjórtruflunum við smíðina. Það fannst Árna Hrólfi fyndið. Hvað eru svo bjórtruflanir? Jú, ég var að líma hallastýrið á annan vænginn, límið var komið á og ég rek vænginn í bjórglasið. Það er við það að velta og ég bjarga því í snarhasti. Hallastýrið tók þessari forgangsröðun illa, dróst út um meira en hálfan sentimetra og límdist fast. Hana nú... bjórtruflanir voru staðreynd. En... eins og ég sagði í upphafi: Ég er þakklátur fyrir Debonder! Nú hef ég breytt vinnulaginu og fært bjórglasið. Ákjósanleg fjarlægð: (Vænghaf/2) + (3/4 handleggslengd).
Ljósmyndir
Vííí... konan ánægð... 4 vikur til jóla og borðstofuborðið horfið! Það vill svo vel til að við eigum enga vini sem koma í mat hvort eð er!
Mar á vængnum... í boði flutningsaðila!
More to follow...!