quadcopter og fpv

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
steinn39

Re: quadcopter og fpv

Póstur eftir steinn39 »

sælir

Ég áhvað loksins að byrja í þessari rc vitleysu og smiðaði mér quadcopter, hún er kominn saman og farinn að fljúga og ótrúlegt en satt þá virkar hún bara ljómandi vel, svona þegar ég er ekki að crasha henni:) en einsog með allt annað þá vantar alltaf eithvað meira eða betra og ég er að velta fyrir mér fpv búnaði. En þá kemur stóra spurninginn, hvaða tíðni á maður að velja? 900mhz, 1.2ghz, 2.4ghz eða 5.8ghz. Og hvaða tíðnir eru löglegar á íslandi? Ég prófaði að tala við þá hjá póst og fjarskiptastofnun og þeir vildu meina að 2,4ghz væri eina tíðnin sem væri lögleg. En lendi ég þá ekki í vandræðum þar sem tx er á sömu tíðni?

kv Steinn
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: quadcopter og fpv

Póstur eftir Agust »

Fullkomlega löglegt og gott:

35 MHz fyrir fjarstýringu.

2400 MHz fyrir sjónvarpsrásina.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: quadcopter og fpv

Póstur eftir Agust »

http://www.fpvuk.org/what-is-fpv/what-do-i-need/

"...RC Control – A radio control transmitter and receiver. Which frequency band you might choose comes down to many factors. 2.4GHz RC control is not compatible with 2.4GHz video links and so FPVers often avoid the latest FHSS/FASST and Spektrum gear. The most popular FPV control frequency is 35MHz because it offers superior range compared to 2.4GHz and makes 2.4GHz available for the video downlink. Others use 2.4GHz RC and 5.8GHz video downlinks. 5.8GHz offers shorter range at the same power level and is more suceptible to multipath interference than 2.4GHz but good quality systems can be made to perform well. Some FPVers use aftermarket 459MHz UHF modules which have been designed by the FPV manufacturers to address the above mentioned issues..."
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: quadcopter og fpv

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Agust]Fullkomlega löglegt og gott:

35 MHz fyrir fjarstýringu.

2400 MHz fyrir sjónvarpsrásina.[/quote]

Sammála.

Ef þú hins vegar vilt vera með 2400 MHz (= 2.4 GHz) stýringu eða getur ekki eignast 35 MHz tæki þá er 5.8 GHz sjónvarpssendir ágætur með 2.4 GHz stýringu og eftir því sem ég best veit i lagi að nota hér á landi. Hann hefur eitthvað minni drægni og viðkvæmari fyrir truflunum en 2.4 Gz vídeosendar en aftur á móti meiri bandbreidd og því betri mynd við rétt skilyrði.

Muna þó að allar svona pælingar eru fræðilegar. Myndgæði, drægni, truflanir og svo framvegis eru háð ótal þáttum, fyrst og fremst er það þó gæði og uppsetning loftneta sem skiptir þar máli. Um að gera að lesa spjallþræði og plokka upp það sem aðrir hafa sannreynt. Fpvuk.org vefurinn sem ágúst bendir á er mjög góður. Aflið skiptir miklu minna máli en tíðnisviðið og loftnetsfrágangurinn.
Með fjölþyrlurnar er sérlega mikilvægt að huga að truflanavörnum. ESC (hraðastillarnir) geta verið mjög truflandi og það þarf að koma þeim rétt fyrir, passa að aflsnúrur liggi ekki nálægt vídeósnúrum, sjálfstýringum eða GPS tengjum ef maður notar slíkt. Og svo framvegis... og svo framvegis. Þetta er gríðarleg pæling. Í vængflugvél er auðveldara að aðskilja kerfin og koma í veg fyrir truflanir. Mikið að finna á netinu um þetta eins og vanalega

900 MHz...? Nei alls ekki!! Ekki láta sig dreyma um að kaupa svoleiðis.Það er leyfilegt til almennra nota í Ameríku en hér og í Evrópu er það á GSM-900 tíðnisviðinu og það getur allt orðið vitlaust ef einhver fer að trufla símafélögin með svoleiðis sendi.

1.2 - 1.3 GHz. Ekki leyfilegt til almennra nota. Hluta af því sviði hafa radíóamatörar til umráða. Þeir eru fljótir að finna út ef einhver er að ráðast inn á þeirra svið.
Sama gildir um 433 MHz sviðið (UHF). Það eru í gangi nokkrar tegundir langdrægra stýrisenda (t.d. Dragonlink) á því sviði en radíóamatörar hafa einkarétt á því og nota það, jafnvel með öflugum sendum. Það er ekki bara hætta á að þeir séu truflaðir, heldur kannski enn meri hætta á að þeir trufli flygildin sem kannski eru komin langt frá eigandanum og því í víkjandi sambandi.

459 MHz mun vera almennt leyfilegt til fjarstýringa (allavega fjarmælinga) í UK og eitthvað af tækjum að koma á markað þar til þeirra nota sbr umfjöllun á fpvuk.org. En það er góð spurning hvort svo sé eða verði hér á landi.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: quadcopter og fpv

Póstur eftir Agust »

Hér er einn sem flýgur í 11 km fjarlægð með FPV og Futaba FF7 fjarstýringu á 35MHz.

Sjónvarpsrásin er á 2400 MHz (2,4GHz).

http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1002736

Það er rétt að hafa í huga við val á senditíðni að deyfingin milli sendis og viðtækis (free space attenuation) eykst um 6 db við hverja tvöföldun á fjarlægð. Þessi 6 db jafngilda fjórföldun í sendiafli.

Þetta er ástæðan fyrir því sem Bretinn segir á http://www.fpvuk.org/
"The most popular FPV control frequency is 35MHz because it offers superior range compared to 2.4GHz..."

Hve miklu meiri er "free space attenuation" á 2400MHz en 35MHz ?

Það er auðvelt að finna með því að áætla hve margar tvöfaldanir í tíðni þetta eru:

35-70 6db
70-140 6db
140-280 6db
280-560 6db
560-1120 6db
1120-2240 6db
___________

Samtals 36db


Til að vinna upp þessa deyfingu grípa menn til þess ráðs að vera með stefnuvirk loftnet á 2400MHz.

Svo er auðvitað rétt að velja góðan búnað á 35MHz. Velja stafræna sendingu (PCM=Pulse Code Modulation) frekar en PPM.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
steinn39

Re: quadcopter og fpv

Póstur eftir steinn39 »

Takk kærlega fyrir mjög góð svör. Ég vill helst ekki fá mér nýja fjarstýringu og ég hef ekki fundið nýtt module fyrir tx á 35MHz. Svo ég býst við að 5.8GHz verði fyrir valinnu, Ég prófaði að tala aftur við þá hjá póst og fjarskiptastöfnun og þeir staðfestu að 5.8GHz væri löglegt á milli 5725-5875 MHz. Svo þegar veskið leyfir þá er fer maður í 35MHz fjarstýringu og 2,4GHz fpv. Já eða bara fara á námskeið, taka prófið og gerast radioamatör
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: quadcopter og fpv

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það ætti að vera hægt að finna notaða 35 MHz stýringu því margir hafa skipt í 2.4GHz og telja sig ekki lengur hafa not fyrir sínar "gömlu".
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: quadcopter og fpv

Póstur eftir Agust »

Sæll aftur Steinn.

2,4GHz ásamt 5,8 MHz er örugglega góð lausn, a.m.k. fyrir fjölþyrlur. Væntanlega hafa þær töluvert minni drægni en vængjaðar vélar því enginn er vængurinn til að bera þær. Ég hef aðeins prófað að fljúga DJI Phantom http://www.dji-innovations.com/product/phantom/ og dálítið fylgst með spjalli um þær á Facebook https://www.facebook.com/groups/DJIGuys/ og sýnist að fjölþyrlur henti best til að fljúga tiltölulega nærri flugmanninum, og síður til að senda í langan leiðangur.

Það er gott að vita til þess að þú hefur haft samráð við Póst og fjarskiptastofnun. Það er mikilvægt að nota ekki tíðnisvið sem ekki eru leyfileg og býður það bara hættunni og vandræðum heim. Ég starfa í sama húsi og þessi stofnun og erum við með sama mötuneyti, og veit ég því að þar starfar ágætt og sanngjarnt fólk. Síðan er betra að vera ekki að laumast inn á tíðnisvið sem ætluð eru radíóamatörum, því þeir eru naskir á að miða út óboðna gesti, það veit ég sem einn þeirra :)

Svo er auðvitað gott að vera félagi í flugmódelklúbb, kannski ertu það nú þegar...?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Örn Ingólfsson
Póstar: 273
Skráður: 24. Apr. 2012 15:12:29

Re: quadcopter og fpv

Póstur eftir Örn Ingólfsson »

Sæll vinur hérna er örstutt video þar sem er farið lauslega yfir kosti og galla hverrar tíðni fyrir sig.

Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: quadcopter og fpv

Póstur eftir Valgeir »

Það er reindar ein tíðni á 1,3 sem er lögleg á íslandi, það gefur þér lengri drægni með minna power en ef þú ert með 2,4 stýringu mæli ég með að nota lowpass filter, eina slæma er að loftnetin eru stór þannig að þetta hentar ekki vel fyrir minni græjur. David (rcexplorer) notar 1,3 á tri-copter hjá sér. Annar kostur við 1,3 er að þú færð minni truflanir frá umhverfinu t.d. trjám, húsum og fleira, en 5,8 er ódýrara og meira úrval af tækjum á markaðnum
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Svara