Hráslagarlegt var um að lítast í Eyjafjarðarsveit í morgun en að öðru leyti fínasta veður. Eftir því sem á leið morguninn hlýnaði og sólin rak meira að segja inn nefið eftir hádegi.
Mikið var flogið og hent að mörgu gaman.
Oft hafa fleiri flugmenn mætt en sjálfsagt hafa menn látið veðurspána letja sig en þeir sem mættu nutu sín í loftinu allan daginn. Mikið streymi gesta var yfir daginn og hefur fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga eflaust skilað sér.
Vöfflur og kaffi voru á sínum stað og ófá stykki runnu inn fyrir varir viðstaddra. Grillið var svo um kvöldið eins og von er. Fjörið hélt svo áfram fram á nótt í Hyrnu þegar rafmagnaðar umræður og ófáir brandarar flugu á milli manna.
Fjölmargir voru með myndavélar á svæðinu svo nú bíðum við bara spenntir eftir afrakstri þeirra!
Snilld að fá svona ókeypis auglýsingu...
kannski við förum bara að klæða hunda í bleik bikiní fyrir flugkomur
og fá þannig ekta pornódogga og umfjöllun eftir því..... hehehe...
já,,þessi ekki-frétt virðist hafa virkað öfugt fyrir þessa nöldurskjóðu sem lét skiltið stuða sig. ps.
dog-leiðinlegt að hafa misst af því að geta verið fyrir Norðan með ykkur.
Kv. Lúlli.
Því miður fórst fyrir að skrá nákvæmlega hversu margir flugmenn voru að fljúga á þessum flugdegi, en ég myndi áætla að það hafi verið í kringum 25 manns. Þeir sem skráðu inn 35 mHz tæki voru hinsvegar bara níu. Það má því segja að 35mHz tækin séu á hröðu undanhaldi og spurning hvenær þau verða algerlega horfin.
Ég kvitta fyrir mig með stuttu myndbandi frá skemmtilegum flugdegi. Ég biðst velvirðingar á smávegis "glitchi og blikki" á stöku stað - það er hugbúnaðarvilla í klippiforritinu sem veldur því og vegna tímaskorts verður myndbandið bara svona, í bili amk.
Fyrir áhugasama má nefna að ég notaði Canon 650d, Hero3 (nokkrar sek) og Zoom H1 hljóðupptökutæki ásamt heimasmíðuðu DSLR videoriggi, sem vakti nokkra kátínu og undrun Það virkaði hinsvegar betur en ég bjóst við og mæli með því að menn útbúi sér svona græju fyrir vídeóin. Um þetta má lesa nánar hér: http://cheesycam.com/cheesycam-exclusiv ... tabilizer/