Mikið var flogið og hent að mörgu gaman.
Oft hafa fleiri flugmenn mætt en sjálfsagt hafa menn látið veðurspána letja sig en þeir sem mættu nutu sín í loftinu allan daginn. Mikið streymi gesta var yfir daginn og hefur fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga eflaust skilað sér.
Vöfflur og kaffi voru á sínum stað og ófá stykki runnu inn fyrir varir viðstaddra. Grillið var svo um kvöldið eins og von er. Fjörið hélt svo áfram fram á nótt í Hyrnu þegar rafmagnaðar umræður og ófáir brandarar flugu á milli manna.
Fjölmargir voru með myndavélar á svæðinu svo nú bíðum við bara spenntir eftir afrakstri þeirra!

Árni kominn á fullu í kvikmyndagerðina!

Gunni og Cub.

Hvað er nú þetta!?

Jón kom með nokkra hluti með sér.

Hluti af fluglínunni.

Futura var á svæðinu.
