Melgerðismelar - 10.ágúst 2013 - Flugkoma FMFA

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Melgerðismelar - 10.ágúst 2013 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Sverrir »

Hráslagarlegt var um að lítast í Eyjafjarðarsveit í morgun en að öðru leyti fínasta veður. Eftir því sem á leið morguninn hlýnaði og sólin rak meira að segja inn nefið eftir hádegi.

Mikið var flogið og hent að mörgu gaman.

Oft hafa fleiri flugmenn mætt en sjálfsagt hafa menn látið veðurspána letja sig en þeir sem mættu nutu sín í loftinu allan daginn. Mikið streymi gesta var yfir daginn og hefur fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga eflaust skilað sér.

Vöfflur og kaffi voru á sínum stað og ófá stykki runnu inn fyrir varir viðstaddra. Grillið var svo um kvöldið eins og von er. Fjörið hélt svo áfram fram á nótt í Hyrnu þegar rafmagnaðar umræður og ófáir brandarar flugu á milli manna.

Fjölmargir voru með myndavélar á svæðinu svo nú bíðum við bara spenntir eftir afrakstri þeirra! :)


Árni kominn á fullu í kvikmyndagerðina!
Mynd

Gunni og Cub.
Mynd

Hvað er nú þetta!?
Mynd

Jón kom með nokkra hluti með sér.
Mynd

Hluti af fluglínunni.
Mynd

Futura var á svæðinu.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1291
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Melgerðismelar - 10.ágúst 2013 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir lulli »

Snilld að fá svona ókeypis auglýsingu...
kannski við förum bara að klæða hunda í bleik bikiní fyrir flugkomur
og fá þannig ekta pornódogga og umfjöllun eftir því..... :) :) hehehe...

já,,þessi ekki-frétt virðist hafa virkað öfugt fyrir þessa nöldurskjóðu sem lét skiltið stuða sig.
ps.
dog-leiðinlegt að hafa misst af því að geta verið fyrir Norðan með ykkur.
Kv. Lúlli.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Melgerðismelar - 10.ágúst 2013 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Eysteinn »

Jæja félagar. Þetta var á forsíðu visir.is. Ég verð að viðurkenna það að ég sé ekkert klámfenglegt við þetta, bara tvö falleg módel ;)
http://visir.is/-hvenaer-eigum-vid-ad-h ... 3130819847

Kær kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Melgerðismelar - 10.ágúst 2013 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Gaui »

Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók. Ég hafði að vísu ekki hug á að taka mikið af myndum, svo þetta verður að duga.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Melgerðismelar - 10.ágúst 2013 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Gaui »

Því miður fórst fyrir að skrá nákvæmlega hversu margir flugmenn voru að fljúga á þessum flugdegi, en ég myndi áætla að það hafi verið í kringum 25 manns. Þeir sem skráðu inn 35 mHz tæki voru hinsvegar bara níu. Það má því segja að 35mHz tækin séu á hröðu undanhaldi og spurning hvenær þau verða algerlega horfin.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
arni
Póstar: 279
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Melgerðismelar - 10.ágúst 2013 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir arni »

Takk fyrir frábæra flugkomu Norðanmenn :)
Kær kveðja.Árni F.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Melgerðismelar - 10.ágúst 2013 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Haraldur »

Já takk fyrir mig. Frábært flugveður á flukomunni sjálfi. Rigndi talsvert á tjaldbúa á sunnudagsnóttina, þannig að menn voru blautir utan sem innan.
Passamynd
Pétur Hjálmars
Póstar: 220
Skráður: 5. Mar. 2005 02:23:49

Re: Melgerðismelar - 10.ágúst 2013 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Pétur Hjálmars »

Þetta mót var flott og Akureyringum til sóma, eins og alltaf.

Ég hefði haft gaman af að sjá fleyri flugmenn og vélar.

Takk fyrir mig allir flug-félagar.

E.S. já, meistari Guðjón
,, það kostar prik að ríða röftum,, það má líka vera úr "epoxy".
Pétur Hjálmars
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Melgerðismelar - 10.ágúst 2013 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Árni H »

Sæl(ir)!

Ég kvitta fyrir mig með stuttu myndbandi frá skemmtilegum flugdegi. Ég biðst velvirðingar á smávegis "glitchi og blikki" á stöku stað - það er hugbúnaðarvilla í klippiforritinu sem veldur því og vegna tímaskorts verður myndbandið bara svona, í bili amk.

Fyrir áhugasama má nefna að ég notaði Canon 650d, Hero3 (nokkrar sek) og Zoom H1 hljóðupptökutæki ásamt heimasmíðuðu DSLR videoriggi, sem vakti nokkra kátínu og undrun :) Það virkaði hinsvegar betur en ég bjóst við og mæli með því að menn útbúi sér svona græju fyrir vídeóin. Um þetta má lesa nánar hér: http://cheesycam.com/cheesycam-exclusiv ... tabilizer/

Mynd



Kveðjur bestar,
Árni Hrólfur
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Melgerðismelar - 10.ágúst 2013 - Flugkoma FMFA

Póstur eftir Spitfire »

Árni kæri vin, það væri ágætt ef myndbandið væri opið fyrir pöbulinn ;)
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Svara