Kominn heim í heiðardalinn eftir flugdag sem eflaust fer í sögubækurnar sem sá langflottasti árið 2013
Nokkrar myndir frá mér, sú fyrsta sýnir vel stemminguna, nokkrir félagar að spjalla um milliamperstundir, nítroprósentur og blöndunarhlutfall tvígengisolíu í bensín fyrir flugmódel meðan grillmeistarar undirbúa eldsneyti fyrir flugmennina. Steini og Sverrir græja fyrir flugtog, Böðvar setur saman og Halli taxar í stæði eftir gott flug:
Gaman að sjá þessa aftur og ekki skemmir fyrir að vita að hún á eftir að fá nóg að gera!
Gott grill gulli betra og skoraði vel í vinsældakosningu:
Lúlli flaug Extra af hárfínni nákvæmni eins og við þekkjum orðið vel:
Smá sýnidæmi hvernig stilla skal stélhjólsvél upp fyrir silkimjúka lendingu:
Fullskalaflugmenn tóku virkan þátt í mótinu með góðri samvinnu við okkur sem fljúgum með fæturna á jörðinni:
Til að trufla Örn í miðju starti þarf meira til en símtal frá einhverri dömu
Halda mætti að MX væri kominn með uppdraganleg hjól, en þau eru á sínum stað:
Jón og Skjöldur hita upp mótor á Dr.I:
Steini heilsaði upp á gamla kærustu:
Fokker á flugi:
Vindpokinn var sá eini á svæðinu sem var áhugalaus og niðurlútur:
SBach fór létt með DG á toginu:
Og hér hefði hún getað hangið fram á kvöld:
Ein fullskala ákvað að lenda í millitíðinni:
Allt gaman endar einhvern tímann:
Um það bil 50 ára þróun á einni mynd:
Ferfætlingunum fannst frekar furðulegt að sjá hljóðlátan Stinson í lendingu, sennilega eina skiptið allan daginn sem þeir reistu haus:
Sturla sá til þess að ég var ekki eini Vestfirðingurinn á svæðinu
Bestu þakkir Einar og allir sem mættu, þessi dagur verðu lengi í minnum hafður
