Re: Tungubakkar - 17.ágúst 2013 - Stórskalaflugkoma Einars Páls
Póstað: 17. Ágú. 2013 20:30:10
Já veðrið klikkaði ekki frekar en fyrri daginn á flugkomunni hjá Einari Páli! Menn skemmtu sér langt fram undir kvöldfréttir við flug í algjöru blíðviðri. Kári var farinn í sumarfrí og hitinn nálgaðist 20°C þegar mest var. Gunni Grillmeistari mætti á svæðið og eldaði ljúffenga hamborgara og pylsur ofan í þá sem vildu og var honum vel tekið. Bara verst að maður hafði ekki pláss fyrir meira en eitt stykki stærðin var slík.
Rúmlega tuttugu flugmódelmenn mættu til leiks með enn fleiri flugmódel og var ekki mikið um hlé í dagskránni, ótaldir lítrar af eldsneyti og ófá amper flugu um loftið í dag! Steini dró mig svo upp á DG-800 og sautján mínútum síðar ákvað maður að drífa sig niður en vel hefði verið hægt að halda áfram hangsinu við aðstæðurnar sem voru.
Þakka Einari Páli fyrir að nenna að standa í þessu ár eftir ár og svo auðvitað fyrir veðrið, við erum enn að spá í hvort samningurinn var gerður í efra eða neðra!?
Nokkrar myndir má finna í myndasafni Fréttavefsins.
Hluti af flotanum.

Örn spáir í spilin.

Skjöldur á fullu.

Nóg að gera í samsetningu.



Bjarni á fullu.

Nóg að gera við að fanga augnablikin á kubba.

Grillfjör!



Grillmeistararnir, þökkum þeim vel unnin störf!

Rúmlega tuttugu flugmódelmenn mættu til leiks með enn fleiri flugmódel og var ekki mikið um hlé í dagskránni, ótaldir lítrar af eldsneyti og ófá amper flugu um loftið í dag! Steini dró mig svo upp á DG-800 og sautján mínútum síðar ákvað maður að drífa sig niður en vel hefði verið hægt að halda áfram hangsinu við aðstæðurnar sem voru.
Þakka Einari Páli fyrir að nenna að standa í þessu ár eftir ár og svo auðvitað fyrir veðrið, við erum enn að spá í hvort samningurinn var gerður í efra eða neðra!?

Nokkrar myndir má finna í myndasafni Fréttavefsins.
Hluti af flotanum.
Örn spáir í spilin.

Skjöldur á fullu.

Nóg að gera í samsetningu.



Bjarni á fullu.

Nóg að gera við að fanga augnablikin á kubba.

Grillfjör!
Grillmeistararnir, þökkum þeim vel unnin störf!
