Við Guðmundur, þáverandi formaður Þyts, stóðum í ströngu við að halda utan um sýningargripina, útbúa upplýsingaspjöld og hringja út aðila sem við vissum að ættu áhugaverða gripi. Svo þurfti að koma þessu á svæðið og í sýningarhæft form og loka sýningarsvæðið af, það var jú selt inn.
Eftir að hafa greitt kostnaðinn við leigu á svæðinu, verðlaunagripi, tryggingar(sem þurfti svo að nýta!) og annað sem til féll þá var hagnaðinum skipt á milli þeirra flugmódelfélaga sem þátt tóku í hlutfalli við fjölda flugmódela sem á sýningunni voru frá hverju félagi. Svona eftir á að hyggja þá hefði ég átt að fara fram á að hagnaðinum væri skipt eftir fjölda starfsmanna frá hverju félagi!
