Vegur liggur upp á Reynisfjall sem var gerður af Bandaríkjamönnum þegar þeir settu upp LORAN stöð(3:04) á fjallinu. Best fer að vera á bíl með drifi á öllum hjólum og sæmilegri veghæð ef menn ætla þarna upp þar sem vegurinn er brattur en að mestu góður og virðist vera viðhaldið.
Dyrahólaey er fjölsóttur áfangastaður ferðamanna og er ágætis vegur að neðra útsýnisplaninu(4:37) en vegurinn að því efra(4:58) er örlítið grófari og brattari en ætti þó að vera fær flest öllum fólksbílum.
Veðrið hefði mátt vera betra en þó var vel flugfært á milli skúra og skýja. Nóg gras er upp á Reynisfjalli en ekki jafn mikið á Dyrhólaey. Flugin sjálf voru fín en talsvert ókyrrð var að komast í loftið á Dyrhólaey(5:03) þar sem við hættum okkur ekki nálægt brúninni. Hefðum kannski átt að fá einhvern ferðamanninn, sem virtust vera á leið í dýfingakeppni svo utarlegu fóru þeir, til að kasta fyrir okkur.
Háfell er einnig spennandi kostur þarna á svæðinu en vindurinn stóð þverrt á það svo við ákváðum að bíða með að fara þangað upp. Einnig er nóg af grösugum brekkum og hlíðum í nágrenninu ásamt því sem fínir bakkar eru við flugvöllinn.
40% K8B, 20% K8B og Kult Quattro, plús nauðsynlegur útbúnaður, nesti og þrír flugmódelmenn.

Hluti af veginum upp á Reynisfjall og Vík.

Fyrsta sem við sjáum uppi á Reynisfjalli er þessi sundlaug.


Horft út í Dyrhólaey.

Reynisdrangar frá nýju sjónarhorni.

Vélarnar græjaðar.

Steini kannar brekkuna.

Árni að fljúga sitt fyrsta hangflug.


Ekki amalegt útsýni.


Til hamingju með fyrsta hangflugið Árni!


Steini að heimilda niðurförina.

Horft í átt að Reynisfjall frá neðri útsýnisplaninu við Dyrhólaey.

Steini náði í Kult eftir lendingu á Dyrhólaey.
