Vestur-Skaftafellssýsla - 24.ágúst 2013

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11688
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vestur-Skaftafellssýsla - 24.ágúst 2013

Póstur eftir Sverrir »

Ég, Steini og Árni lögðum land undir fót í morgun og var förinni heitið austur í Vestur-Skaftafellssýslu að Vík og nágrenni. Tilgangur ferðarinnar var að leita að hangstöðum og höfðum við sérstakan áhuga á Reynisfjalli og Dyrhólaey.

Vegur liggur upp á Reynisfjall sem var gerður af Bandaríkjamönnum þegar þeir settu upp LORAN stöð(3:04) á fjallinu. Best fer að vera á bíl með drifi á öllum hjólum og sæmilegri veghæð ef menn ætla þarna upp þar sem vegurinn er brattur en að mestu góður og virðist vera viðhaldið.

Dyrahólaey er fjölsóttur áfangastaður ferðamanna og er ágætis vegur að neðra útsýnisplaninu(4:37) en vegurinn að því efra(4:58) er örlítið grófari og brattari en ætti þó að vera fær flest öllum fólksbílum.

Veðrið hefði mátt vera betra en þó var vel flugfært á milli skúra og skýja. Nóg gras er upp á Reynisfjalli en ekki jafn mikið á Dyrhólaey. Flugin sjálf voru fín en talsvert ókyrrð var að komast í loftið á Dyrhólaey(5:03) þar sem við hættum okkur ekki nálægt brúninni. Hefðum kannski átt að fá einhvern ferðamanninn, sem virtust vera á leið í dýfingakeppni svo utarlegu fóru þeir, til að kasta fyrir okkur.

Háfell er einnig spennandi kostur þarna á svæðinu en vindurinn stóð þverrt á það svo við ákváðum að bíða með að fara þangað upp. Einnig er nóg af grösugum brekkum og hlíðum í nágrenninu ásamt því sem fínir bakkar eru við flugvöllinn.

40% K8B, 20% K8B og Kult Quattro, plús nauðsynlegur útbúnaður, nesti og þrír flugmódelmenn.
Mynd

Hluti af veginum upp á Reynisfjall og Vík.
Mynd

Fyrsta sem við sjáum uppi á Reynisfjalli er þessi sundlaug. ;)
Mynd

Horft út í Dyrhólaey.
Mynd

Reynisdrangar frá nýju sjónarhorni.
Mynd

Vélarnar græjaðar.
Mynd

Steini kannar brekkuna.
Mynd

Árni að fljúga sitt fyrsta hangflug.
Mynd

Mynd

Ekki amalegt útsýni.
Mynd

Mynd

Til hamingju með fyrsta hangflugið Árni! :)
Mynd

Steini að heimilda niðurförina.
Mynd

Horft í átt að Reynisfjall frá neðri útsýnisplaninu við Dyrhólaey.
Mynd

Steini náði í Kult eftir lendingu á Dyrhólaey.
Mynd


Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 6054
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Vestur-Skaftafellssýsla - 24.ágúst 2013

Póstur eftir maggikri »

Flott. Þetta hefur verið skemmtilegur túr, keyra hálft landið í hangflug. Árni til hamingju með fyrsta hangið.

ps
Eruð þið í landsliðinu af því að þið farið um allt land.
kv
MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11688
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vestur-Skaftafellssýsla - 24.ágúst 2013

Póstur eftir Sverrir »

Ég er bara Vatnsberi! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
arni
Póstar: 279
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Vestur-Skaftafellssýsla - 24.ágúst 2013

Póstur eftir arni »

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Passamynd
Böðvar
Póstar: 486
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Vestur-Skaftafellssýsla - 24.ágúst 2013

Póstur eftir Böðvar »

Gaman að sjá þetta, flottur hangflugstúr hjá ykkur strákar, til hamingju Árni með fyrsta hagflugið.
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Vestur-Skaftafellssýsla - 24.ágúst 2013

Póstur eftir Eysteinn »

Til hamingju með hangið Árni.

Það var virkilega gaman að skoða myndirnar og myndbandið frá ykkur.

Kær kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Vestur-Skaftafellssýsla - 24.ágúst 2013

Póstur eftir Jónas J »

Til hamingju Árni með fyrsta hangið ;)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
arni
Póstar: 279
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Vestur-Skaftafellssýsla - 24.ágúst 2013

Póstur eftir arni »

Takk fyrir hamingjuóskir,en ég var sko ekki einn.Takk fyrir hjálpina. Sverrir og Stein,takk fyrir frábæran dag.
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Vestur-Skaftafellssýsla - 24.ágúst 2013

Póstur eftir Gunnarb »

Flottir - þetta hefur verið einbeittur brotavilji hjá ykkur :)
Svara