Síða 1 af 3
Re: WAF Super Cub
Póstað: 16. Des. 2006 00:05:47
eftir Björn G Leifsson
Þá brast það á.
Svona bara til að staðfesta það og skuldbinda sig þá er hér mynd af smíðaborðinu í lok dags.
Og svo er hérna "getnaðarvottorðið"
Kannski er hér komin hugmynd að nothæfri skilgreiningu á "stóru flugvélalíkani":
>> Vélarhlífin, öðru nafni "Káflíngin" skal í frumgerð sinni, eins og hún kemur upp úr kassanum, geta umlukið efri hluta höfuðs á fullvöxnum karlmanni og passa að minnsta kosti eins og venjulegt höfuðfat<<
Re: WAF Super Cub
Póstað: 16. Des. 2006 00:09:15
eftir Offi
Þetta líst mér á. Þetta var nógu tröllslegt að sjá í kassanum og spennandi að sjá hvernig þetta þróast! Sléttu dekkin verða pöntuð, er það ekki?
Re: WAF Super Cub
Póstað: 16. Des. 2006 00:09:43
eftir Gaui
Til hamingju Björn
Gaman að sjá að þú ert byrjaður. Segðu mér frá ef það er eitthvað sem þú vilt vita og heldur að ég hafi dottið um á undan þér.
Re: WAF Super Cub
Póstað: 16. Des. 2006 00:18:48
eftir Sverrir
Ljómandi eins og maðurinn sagði
[quote=Offi]Þetta líst mér á. Þetta var nógu tröllslegt að sjá í kassanum og spennandi að sjá hvernig þetta þróast! Sléttu dekkin verða pöntuð, er það ekki?
[/quote]
Ég held ennþá að sé þægilegra, og ódýrara(fyrir Björn), að sannfæra frændann um að kaupa ný dekk á fullskala vélina
Re: WAF Super Cub
Póstað: 16. Des. 2006 00:20:24
eftir Gaui
[quote=Offi]Sléttu dekkin verða pöntuð, er það ekki?[/quote]
Gallinn við það er að módelið er í skalanum 1:3,85 og dekkin sem fylgja eru 5" í þvermál. Það eru til sérstök Piper Cub dekk, en þau eru annað hvort of lítil (4 1/4") eða of stór (5 5/8"). Líklega væri sniðugt að fá þessi stóru, þvi svona Súper Cubbar eru oft með dekk í yfirstærðum. En ef maður skoðar síðan þessi dekk vel, (
http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXD800&P=7) þá kemur í ljós að þau seru líka með rákum :rolleyes:
Re: WAF Super Cub
Póstað: 16. Des. 2006 00:20:37
eftir Björn G Leifsson
Eða setja skrúfu gegnum öxulgatið, herða ró að, festa skrúfuna í borpatrónu, gefa í og nota sandpappír til að slípa niður munstrið í dekkjunum.
Re: WAF Super Cub
Póstað: 16. Des. 2006 00:22:33
eftir Gaui
[quote=Björn G Leifsson]Eða setja skrúfu gegnum öxulgatið, herða ró að, festa skrúfuna í borpatrónu, gefa í og nota sandpappír til að slípa niður munstrið í dekkjunum.[/quote]
Það verður þá frekar lítið eftir af barðanum, því þessi dekk eru sérlega þunn og létt. Ég ætla alla vega ekki að hafa áhyggjur af þessu.
Re: WAF Super Cub
Póstað: 16. Des. 2006 00:30:24
eftir Björn G Leifsson
Stór dekk eins og þeir nota í Alaska
Dekkin á fyrirmyndinni minni
Re: WAF Super Cub
Póstað: 16. Des. 2006 01:01:37
eftir Björn G Leifsson
[quote=Gaui]Til hamingju Björn
Gaman að sjá að þú ert byrjaður. Segðu mér frá ef það er eitthvað sem þú vilt vita og heldur að ég hafi dottið um á undan þér.[/quote]
Takk, ég var næstum búinn að hringja áðan... en svo las ég manjúalinn og fattaði...
Re: WAF Super Cub
Póstað: 16. Des. 2006 16:23:05
eftir Árni H
Sverrir - cowlingin fer þér nokkuð vel