Síða 1 af 1
Re: Europris
Póstað: 16. Des. 2006 11:05:55
eftir Gaui K
Sælir allir.
Ég droppaði við í Europris í gær og sá þar fjarstýrðar þyrlur á heldur ótrúlegu verði 4500.kr hefur einhver ykkar prófað að kaupa þetta? ætli það sé hægt að fljúga þessu?
þetta er pakki með öllu þe. fjarstýring 25 MHZ mynnir mig eða eitthvað . Batterý og sem sagt allt tilbúinn til flugs.
ps.Verst að hafa misst af bílskúrsspjallinu hjá Birni og félögum en það verður kanski einhverntíma svipað þessu aftur ?
kv,Gaui K.
Re: Europris
Póstað: 16. Des. 2006 14:17:19
eftir einarak
Ég var búinn að sjá þetta líka, en ég held að þetta sé nú bara einhvað krakkadót, fjögra rása og eflaust ekki með mikla flugeginleika
Re: Europris
Póstað: 16. Des. 2006 17:03:54
eftir Gaui
Þetta hlýtur að vera 27MHz því annað er ekki löglegt í leikföng á Íslandi.
Þess má geta að fyrst til að byrja með, þegar alvöru stýringar fóru að sjást hér á landi, þá voru þær allar AM og 27MHz. Á sama tíma voru CB talstöðvar líka á 27MHz bandinu og ekki óalgengt að maður fengi heilmiklar truflanir vegna þeirra á Sandskeiðinu. Nú eru bara bílar og leikföng á 27MHz og við fáum að vera í friði á 35MHz nema þegar bandaríski herinn er að leika sér hér, þá ræða þeir sín á milli á okkar tíðni, en neita því staðfastlega um leið.
Re: Europris
Póstað: 16. Des. 2006 18:08:51
eftir Þórir T
Ég hef aðeins kynnst þessu, þar sem einn mjög ungur áhugasamur maður er búinn að leita til mín eftir varahlutum, eftir því sem ég komst næst, þá er þetta
Dragon fly og fæst ma hér:
www.wonderhobby.com
Málið er að hann var búinn að brjóta blöðin á henni og vantaði ný. Ég er nú gamall reynslubolti úr verslunargeiranum og hafði því ráð undir amk hverju rifi.
Sagði honum að fara í Europris og segja að það hafi vantað blöðin með henni, gott og vel þar lauk samtali okkar, þeas míns og unga þyluáhugamannsins.
Fékk Sms frá honum daginn eftir og þar stóð einhvað á þessa leið: Sæll Þórir, fór í Europris og sagði þeim þetta, fékk ný blöð í stað þeirra sem "vantaði".
Takk fyrir góð ráð..... sko svona er þetta nú auðvelt...
mbk
Tóti
Re: Europris
Póstað: 16. Des. 2006 19:18:59
eftir Gaui
Greinilegt að svona kemur ekki á óvart þarna í júgraprís.
Re: Europris
Póstað: 16. Des. 2006 20:06:08
eftir Agust
Það er rétt að fylgjast vel með að ekki sé verið að selja "leikföng" með fjarstýringum á 35MHz bandinu. Fyrir nokkrum árum gerðist það í Bretlandi, Fjarskiptaeftirlitið þar var látið vita, og leikföngin strax fjarlægð úr hillum verslananna.
Re: Europris
Póstað: 17. Des. 2006 17:42:01
eftir Ingþór
Þessi þyrla er alveg alvöru sko, miðað við stærð, þeas ef þetta er dragonfly
er þetta ekki bara það sama og hummingbird?
hef heyrt mikin áhuga fyrir þessu í kringum mig og mig grunar að varahluta sala verð massíf í janúar og einhvernveginn grunar mig að júróprís verði ekki með allt sem vantar... eða hvað?
Re: Europris
Póstað: 17. Des. 2006 19:37:20
eftir Þórir T
Ég tek það fram að ég hef ekki séð þetta sjálfur, en hann las í mig af kassanum og þá kom Dragon Fly upp, vona að það sé sú rétta...
mbk
Tóti