Síða 1 af 6
Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6
Póstað: 1. Apr. 2005 13:09:31
eftir Messarinn
Sælir allir RC módel menn.
Ég er að smíða Messerschmit 109 í 1/5 scala eftir teikningum frá Dave Platt og gengur vel.efnaði niður í hann í fyrra og byrjaði að smíðan í des2004.
Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6
Póstað: 1. Apr. 2005 13:27:37
eftir Messarinn
Ég er búinn að velja colorscheme en það er af Messesrchmitt Bf109G-6 sem Erich Hartmann flaug 1944 á austurvígstöðvunum.
Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6
Póstað: 1. Apr. 2005 14:41:11
eftir Sverrir
Glæsilegt.
Láttu þér samt ekki bregða þó myndirnir minnka aðeins á næstunni.
Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6
Póstað: 28. Apr. 2006 20:02:07
eftir Messarinn
Sælir allir
Vegna þess að ég missti smíða aðstöðuna sem flugmódelfélagið hafði á þórstígnum Akureyri þá hefur nánast ekkert verið smíðað í Bf109 G
vélinni minni . Í vinnunni hef ég smá pláss til að dunda í henni enn þarf alltaf að pakka saman öllu eftir hvert skipti.
það sem ég er búinn með núna er að kælingavandamálið er leyst og benzín áfyllinginn er kominn í skrokkinn efst aftan við stjórnklefan einnig smíðaði ég startsystem og starta nú með venjulegum startara í hliðinni á nákvæmlega sama stað og á orginalinum.
Hérna sést hvernig spinner bakplatan er breytt í kæli viftu
Hérna er þetta svo samsett á RCV120 mótornum
Meira seinna
Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6
Póstað: 3. Maí. 2006 10:08:26
eftir Sverrir
Flottastur. Dave bað að heilsa.
Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6
Póstað: 3. Maí. 2006 11:25:25
eftir Ingþór
Þessi spinnerplata er náttulega bara geggjuð, en hvaðan fær hún loftið sem hún dælir á mótorinn?
Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6
Póstað: 3. Maí. 2006 15:23:07
eftir Messarinn
Jú ég gerði götin fyrir propp spaðana vel stór og svo er gat framan á spinnernum þar sem loft kemst líka inn
ég prófaði þetta allt saman með því að setja spinner og bakplötuna á fræsara sem er með RPM hraðastilli 2500-27000sn/min
og virkaði fínt.
Meira seinna
Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6
Póstað: 5. Maí. 2006 10:41:51
eftir Messarinn
Næst var að smíða bensín áfyllinguna á skrokkin eins og á orginalinum .Hanna og teikna í tölvuni og setja síðan ál kubb í fræsivélina
og allt klárt
Hér er benzín áfyllingar stúturinn snyrtur og tilbúinn til ísetningar
Vegg þykkt er 1mm alstaðar og dollan vigtar nánast ekkert
Meira seinna
Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6
Póstað: 6. Maí. 2006 16:42:35
eftir Árni H
Verrüct, mein lieber
Re: Dave Platt Messerschmitt Bf 109 G-6
Póstað: 8. Maí. 2006 12:39:11
eftir Messarinn
Næst er að pússa dolluna slétta við skrokkinn
Þarna er benzín lokið staðsett á orginalinum Bf109g6
Svo dregur maður bara áfyllingarslönguna út og tengir við benzíndæluna
og þarna er svo benzín lokið komið á og allt klárt til að glassfíbera
Næst er Start systemið
meira seinna