Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna?

Heitasta greinin í dag
Svara
Passamynd
maggikri
Póstar: 4596
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna?

Póstur eftir maggikri »

Góðan dag. Er eitthvað að frétta frá ykkur, varðandi inniflug og innvélasamsetningu?
kv
MK

Passamynd
Alex
Póstar: 28
Skráður: 12. Júl. 2011 15:18:28

Re: Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna?

Póstur eftir Alex »

Sæll Maggi. Fyrirgefði hversu seint ég svara þér. Pósturinn þinn hefur farið eitthvað fram hjá mér.

Þetta hefur nú gengi full hægt hjá okkur. Við reyndum þónokkuð að finna aðstöðu þar sem við gætum verið saman að setja vélarnar saman en við höfum ekki fundið neitt.
Við pöntuðum rafmagnsdótið í vélarnar fyrir þónokkru og fengum það núna fyrir skömmu. Plastið í vélarnar er rétt ókomið og ættum við því að geta farið að skera það út innan skamms og setja saman vélar. Það má því gera ráð fyrir því að hópur SmáHauka sjáist á flugi fljótlega.
Við munum bæði fá inni í íþróttahúsum hér á Selfossi og svo er ég viss um að við munum renna við í heimsókn til ykkar ef við meigum :)

Þetta hafa verið smá byrjunar erfiðleikar hjá okkur en ég er viss um að þessi angi sportsins eigi eftir að blóimstra hjá okkur núna og næstu vetur.
Formaður flugmódelklúbbsins SmáStundar

Flugáhugamaður og tæknigrúskari.
"Ef þú setur nægilega stóran mótor á ruslatunnu þá geturðu látið hana fljúga" GÆM

Passamynd
maggikri
Póstar: 4596
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna?

Póstur eftir maggikri »

Flott að heyra Alex. Þið hafið bara samband ef eitthvað er. Gangi ykkur vel. Alltaf velkomnir í heimsókn!
kv
MK

Passamynd
mundi
Póstar: 18
Skráður: 30. Apr. 2004 20:04:52

Re: Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna?

Póstur eftir mundi »

Þá er smíði loksins hafin á innivélum hjá Smástundarmeðlimum sem fengið hafa vinnuheitið SmáHaukar.Mynd

Passamynd
maggikri
Póstar: 4596
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna?

Póstur eftir maggikri »

Sælir Smástundarmenn
Ég frétti að þið væruð komnir á fullt í innflugið í Íþróttahúsi. Það væri gaman að sjá póst og myndir af því hérna.
kv
MK

Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna?

Póstur eftir Pitts boy »

Sælir piltar.

Jú mikið rétt við erum komnir vel af stað í innifluginu hér á Selfossi.
Við höfum fengið úthlutuðum föstum tíma á miðvikudagskvöldum í Íþróttahúsinu IÐU hér á staðnum.
Við tókum þá ákvörðun að smíða saman fyrstu vélarnar hérna og varð Hawk_inn fyrir valinu sem Maggi Suðurnesja formaður lánaði okkur snið af og hefur vinnuheitið Smá_Haukurinn fest við hann. Við erum búnir að smíða Sex vélar í sameiningu og eru þær allar mjög sambærilegar að "innihaldi". Okkur fannst það vænlegast að vera samtaka og smíða sambærilegar vélar til að koma sem flestum í gang á samatíma og það virkaði bara vel. Allar sex vélarnar eru flognar með ágætir árangri auðvitað miságætum en þetta er allt allt að koma hjá okkur, og þetta er að ganga mun betur en ég átti von á í venjulegu íþróttahúsi í handboltavallar stærð.

Ég læt fylgja með þessum pósti smá myndband sem ég setti saman af fyrsta kvöldinu sem gekk bara framar vonum... allavega voru allar vélarnar án stór skaða þegar haldið var heim á leið :)

Fleiri fréttir fljótlega ;)

Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi

Passamynd
einarak
Póstar: 1535
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna?

Póstur eftir einarak »

Frábært! Til lukku með þetta

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10868
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna?

Póstur eftir Sverrir »

Glæsilegt, nú er bara að ná Norðlendingum og Vestfirðingum af stað líka! :)
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna?

Póstur eftir Pitts boy »

Já ég get ekki annað sagt en að þar sem er Íþróttahús til staðar er þetta hægt, menn þurfa ekkert að efast um annað. Við erum búnir að prufa að fljúga í tveim húsum hér á staðnum og það var ekkert mál. Loftræstikerfin voru aðeins að stríða okkur í fyrstu tímunum en nú er bara slökkt á þeim fyrir okkur og það er allt annað :)
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi

Passamynd
maggikri
Póstar: 4596
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna?

Póstur eftir maggikri »

Frábærlega gaman af þessu, líst vel á ykkur drengir, þetta er flott.
kv
MK

Svara