[quote=RT]Erindi mitt um viðhald flugbrauta á Hamranesi.
Flutt á aðalfundi Þyts 13.feb 2014.
Tillögur mínar hlutu slæmar viðtökur og voru kolfelldar, en lengst var gengið þegar gefið var í skyn að ég væri á mútum Hlaðbæ/Colas.
"Boltinn" er nú hjá 7 manna stjórn Þyts.
--------------------------------------------------------
Rafn Thorarensen[/quote]
Sæll Rafn og velkominn á Fréttavefinn þar sem allir flugmódelmenn landsins koma saman og deila saman áhugamálinu okkar á 21. öld.
Elsku karlinn minn ekki sjá þetta svona svart og í guðana bænum ekki missa svefn yfir þessu!
Ég gat ekki betur séð en að menn væru almennt alveg sammála þér um mikilvægi þess að koma svæðinu okkar í betra stand.
Hafnarfjarðarbær var í mikilli útrás eins og svo margir aðrir hér í samfélaginu undanfarinn ár fyrir hrun og á þeim tíma var ekkert öruggt að við fengjum að vera í friði á Hamranesi.
Hafnarfjarðabær setti sparkvöll við hliðinn á aðstöðunni okkar án þess að hafa nokkuð samráð við okkur.
Sparkvöllurinn er auðvitað á stórhættulegum stað þ.e.a.s. við hliðinn á flugmódelflugvelli þar sem að menn eru að stjórna fjarstýrðum flugmódelum sem geta náð yfir 200 kmh.
Ég hef séð flugmódel 2 sinnum hrapa niður á sparkvöllinn sem auðveldlega hefði getað valdið mjög alverlegu slysi á fólki.
Nokkrum árum seinna eftir sparkvöllinn datt Hafnarfjarðarbæ skyndilega í hug að opna pitt fyrir jarðvegs úrgang fyrir ofan aðstöðuna okkar. Pitturinn varð að stóru fjalli sem gerði flug við Hamrans mjög erfitt í norðan átt.
Ég hef líka séð nokkur stórglæsileg flugmódel enda sinn feril í fjallinu.
Þegar ég var formaður Þyts vorum við í viðræðum við Hafnrfjörð um fluttning á aðstöðinni okkar aðeins innar í hraunið þar sem að byggðin var farin að þrengja að okkur og allar aðstæður orðnar erfiðar (sparkvöllur og fjall).
Við fengum vini okkar frá Hlaðbæ/Coals til að skoða aðstæður hjá okkur og gefa okkur gróft verð í að laga brautirnar okkar, og þá var talað um að nýtt slitlag yfir núverandi brsutir myndi kosta um 2 miljónir.
Á þeim tímapunkti þótti ekki skynsamlegt að fara í neinar stórar framkvæmdir. Hlaðbær/Coals völtuðu samt aðstöðuna okkar að kostnaðarlausu og gáfu í skynn að þeir væru alveg til í að hjálpa okkur og að þeir væri sérstaklega tilbúnir að hjálpa okkur þar sem að þeir eru nánast nágranar okkar.
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=3156&p=2
Það væri ljómandi gott að fá Böðvar í samstarf við stjórnina í þessu máli.
P.s.
Það væri nú gaman að sjá þig Rafn taka meiri þátt í félagstarfinu eins og á félagsfundum og á klúbbkvöldum hjá okkur.
Þú missir af svo miklu með því að taka bara þátt í Aðalfundinum einu sinni á ári
Kær kveðja,