Síða 1 af 2
Re: Völlur - 20.september 2014
Póstað: 21. Sep. 2014 17:06:58
eftir Pétur Júlíus
Re: Völlur - 20.september 2014
Póstað: 21. Sep. 2014 18:24:28
eftir gudjonh
Já, var í Þórsmörk, mikið mistur. En, hvar er völlur.
Guðjón
Re: Völlur - 20.september 2014
Póstað: 21. Sep. 2014 19:13:14
eftir Pétur Júlíus
Sæll, Völlur er fyrir norðan Hvolsvöll. Þar bjó Mörður Gígja.
,,Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum.'' (1. kafli Brennu-Njáls sögu)
Ég veit ekki til þess að hann hafi átt fjarstýrða vél, það er allavegana ekki minnst á það í Njálu....
Re: Völlur - 20.september 2014
Póstað: 22. Sep. 2014 12:29:20
eftir Jónas J
Góður
Re: Völlur - 20.september 2014
Póstað: 22. Sep. 2014 13:27:02
eftir Þórir T
Gaman að sjá þetta frá þér, þú veist örugglega af okkur Smástundarmönnum hér á neðra Suðurlandinu?
Það er spurning um að koma kannski í heimsókn til þín við tækifæri og fljúga á Velli?
Re: Völlur - 20.september 2014
Póstað: 22. Sep. 2014 13:59:28
eftir Pétur Júlíus
Já ég vissi af ykkur þarna fyrir sunnan, hef lengi langað til að heilsa upp á ykkur þar.
Það væri mjög gaman að taka flug við tækifæri.
Re: Völlur - 20.september 2014
Póstað: 22. Sep. 2014 19:50:14
eftir Flugvelapabbi
Sælir felagar
Er þetta ekki fyrrum heimili Jons Benediktssonar og fjölskyldu þsr sem við hjeldum nokkur svifflugmot við frabærar mottökur þeirra hjona ?
kv
Einar Pall
Re: Völlur - 20.september 2014
Póstað: 22. Sep. 2014 23:10:42
eftir Pétur Júlíus
Jú það er mjög líklegt að Jón hafi búið á þessari jörð, ég þori þó ekki að fullyrða það.
Neðarlega í þessum þræði hér er ágætis mynd frá svifflugmóti á Velli:
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6232
Re: Völlur - 20.september 2014
Póstað: 22. Sep. 2014 23:29:33
eftir Þórir T
Mig minnti þetta einmitt líka Flugvélapabbi, ég var nú lengi í sambandi við Jón, en hef ekki rekist á hann núna í talsverðan tíma..
Re: Völlur - 20.september 2014
Póstað: 24. Sep. 2014 06:29:41
eftir Agust
Voru ekki tvö íbúðarhús þarna þegar mótið var og Jón bjó í öðru þeirra?