Völlur - 20.september 2014

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Pétur Júlíus
Póstar: 28
Skráður: 17. Okt. 2010 21:49:42

Re: Völlur - 20.september 2014

Póstur eftir Pétur Júlíus »

Í gær þann 20. sept voru aðstæður sérlega góðar til flugs á Velli, logn og sól. Hinsvegar var furðulegt öskumistur yfir öllu en það gerði hlutina bara áhugaverðari.

Vélin er Ripmax Trainer 30 með OS 0.25 mótor. Mikið vildi ég að það væru flapar á henni.

Mynd
Hún rétt drullaðist í loftið. Túndrudekkin virka vel á grasinu.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Flare.

Mynd

Mynd
Passamynd
gudjonh
Póstar: 869
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Völlur - 20.september 2014

Póstur eftir gudjonh »

Já, var í Þórsmörk, mikið mistur. En, hvar er völlur.
Guðjón
Passamynd
Pétur Júlíus
Póstar: 28
Skráður: 17. Okt. 2010 21:49:42

Re: Völlur - 20.september 2014

Póstur eftir Pétur Júlíus »

Sæll, Völlur er fyrir norðan Hvolsvöll. Þar bjó Mörður Gígja.

,,Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum.'' (1. kafli Brennu-Njáls sögu)
Ég veit ekki til þess að hann hafi átt fjarstýrða vél, það er allavegana ekki minnst á það í Njálu....
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Völlur - 20.september 2014

Póstur eftir Jónas J »

Góður ;)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Völlur - 20.september 2014

Póstur eftir Þórir T »

Gaman að sjá þetta frá þér, þú veist örugglega af okkur Smástundarmönnum hér á neðra Suðurlandinu?
Það er spurning um að koma kannski í heimsókn til þín við tækifæri og fljúga á Velli?
Passamynd
Pétur Júlíus
Póstar: 28
Skráður: 17. Okt. 2010 21:49:42

Re: Völlur - 20.september 2014

Póstur eftir Pétur Júlíus »

Já ég vissi af ykkur þarna fyrir sunnan, hef lengi langað til að heilsa upp á ykkur þar.
Það væri mjög gaman að taka flug við tækifæri.
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Völlur - 20.september 2014

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Sælir felagar
Er þetta ekki fyrrum heimili Jons Benediktssonar og fjölskyldu þsr sem við hjeldum nokkur svifflugmot við frabærar mottökur þeirra hjona ?
kv
Einar Pall
Passamynd
Pétur Júlíus
Póstar: 28
Skráður: 17. Okt. 2010 21:49:42

Re: Völlur - 20.september 2014

Póstur eftir Pétur Júlíus »

Jú það er mjög líklegt að Jón hafi búið á þessari jörð, ég þori þó ekki að fullyrða það.
Neðarlega í þessum þræði hér er ágætis mynd frá svifflugmóti á Velli: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6232
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Völlur - 20.september 2014

Póstur eftir Þórir T »

Mig minnti þetta einmitt líka Flugvélapabbi, ég var nú lengi í sambandi við Jón, en hef ekki rekist á hann núna í talsverðan tíma..
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Völlur - 20.september 2014

Póstur eftir Agust »

Voru ekki tvö íbúðarhús þarna þegar mótið var og Jón bjó í öðru þeirra?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara