Re: Arnarvöllur - 24.desember 2014
Póstað: 24. Des. 2014 15:24:44
Hin árlegi aðfangadagshittingur Flugmódelfélags Suðurnesja fór fram í veðurblíðunni fyrr í dag. Logn, sól og -7°C tóku á móti fyrstu mönnum sem mættu út á Arnarvöll rétt fyrir hádegi í dag. Menn biðu ekki boðanna heldur drifu sig í loftið og var flogið fram eftir degi en síðustu menn yfirgáfu svæðið upp úr þrjú.
Veðurspáin er bara nokkuð góð fyrir jóladagana svo hver veit nema flugmódelmenn verði á lofti yfir hátíðarnar svona á milli steikanna. Veðurspáin fyrir gamlársdag batnar með hverjum deginum svo ég minni menn á áramótahittingin á Arnarvelli, sjáumst þar!
Þakka þeim sem mættu samveruna og óska svo ykkur öllum gleðilegra jóla.
Veðurspáin er bara nokkuð góð fyrir jóladagana svo hver veit nema flugmódelmenn verði á lofti yfir hátíðarnar svona á milli steikanna. Veðurspáin fyrir gamlársdag batnar með hverjum deginum svo ég minni menn á áramótahittingin á Arnarvelli, sjáumst þar!
Þakka þeim sem mættu samveruna og óska svo ykkur öllum gleðilegra jóla.











