Depron kaup
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Depron kaup
Eru einhverjir áhugasamir um að vera með í að panta Depron frauðplastplötur.
Kunningi minn sem er með verslun og innflutning ætlar að hjálpa mér að athuga verð og svo framvegis. Spurningin er um magnið.
Látið mig endilega vita hér á þessum þræði ef þið hafið áhuga.
Kunningi minn sem er með verslun og innflutning ætlar að hjálpa mér að athuga verð og svo framvegis. Spurningin er um magnið.
Látið mig endilega vita hér á þessum þræði ef þið hafið áhuga.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Depron kaup
Mér líst vel á að kaupa eitthvað til að eiga í skúrnum. Það hljóta margir að hafa áhuga.
Síðan er það Coroplastið. Ég hef verið að leita að einhverju sem nota má í kassa fyrir t.d. svifflugur. Sjá http://www.rcgroups.com/forums/attachme ... tid=119968 (Skoða fleiri myndir með "« Previous 5 Attachments | Next 5 Attachments » " neðst á síðunni).
Síðan er það Coroplastið. Ég hef verið að leita að einhverju sem nota má í kassa fyrir t.d. svifflugur. Sjá http://www.rcgroups.com/forums/attachme ... tid=119968 (Skoða fleiri myndir með "« Previous 5 Attachments | Next 5 Attachments » " neðst á síðunni).
Re: Depron kaup
[quote=Björn G Leifsson]Eru einhverjir áhugasamir um að vera með í að panta Depron frauðplastplötur.
Kunningi minn sem er með verslun og innflutning ætlar að hjálpa mér að athuga verð og svo framvegis. Spurningin er um magnið.
Látið mig endilega vita hér á þessum þræði ef þið hafið áhuga.[/quote]
Sæll Björn
ég hef áhuga á að vera með
samt ekki allveg viss hvernig plast þú ert að tala um, er það blátt þetta frauðplast? og gott að pússa það án þess að það rifni niður...
Kunningi minn sem er með verslun og innflutning ætlar að hjálpa mér að athuga verð og svo framvegis. Spurningin er um magnið.
Látið mig endilega vita hér á þessum þræði ef þið hafið áhuga.[/quote]
Sæll Björn
ég hef áhuga á að vera með
samt ekki allveg viss hvernig plast þú ert að tala um, er það blátt þetta frauðplast? og gott að pússa það án þess að það rifni niður...
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Re: Depron kaup
Já nei fann mynd af þessu Depron plasti sem þú ert að tala um og það er ekki það sem ég hélt..

Hér er mynd af 3mm Depron plastplötum
Hvað heitir þetta bláa frauðplast eiginlega....

Hér er mynd af 3mm Depron plastplötum
Hvað heitir þetta bláa frauðplast eiginlega....
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Re: Depron kaup
Já auðvitað Blue foam...
hér er stafli af bláu frauðplasti

algjör snilld að tálga,pússa og móta það
Hvar fær maður þetta bláa frauðplast hér á skerinu????
hér er stafli af bláu frauðplasti

algjör snilld að tálga,pússa og móta það
Hvar fær maður þetta bláa frauðplast hér á skerinu????
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Depron kaup
Þetta bláa þétta (stundum bleikt eða gulleitt) er þéttara og þyngra styrofoam sem oft er notað utaná húsgrunna eða þar sem meiri styrk þarf. það hef ég fengið prufur af hjá einangrunarplast-framleiðandanum sem ég man ekki hvað heitir á dalveginum. Ég held að hraðsvifflugusmiðirnir noti það talsvert sem kjarna í flottu koltrefja-glertrefjaklæddu vængina sína.
Depron er alger snilld að vinna með, pússast létt og hægt að fræsa spor í það, skera, líma, beygja etc. Það notum við Hjörtur aðallega í 6mm en einnig í 3mm þykktum til að búa til FrauðFlygildi (Foamies) með rafmagnsmótor
Mín hugmynd var að panta nokkra kassa af 6mm og eitthvað færri af 3mm.
Það er Glutolin í Þýskalandi þar sem við erum að athuga kaup á þessu. Maður smellir á Produkte og finnur svo depronið í vinstri valröðinni undir Glutolin->Depron. Þar er hægt að fá í kössum bæði 3 og 6 mm hvítar plötur með og án límhúðar. Maður mundi að sjálfsögðu nota það án límmhúðar.
Hér er þráður um svía sem eru að smíða Airbussa úr 3mm Depron og Hér er þráður um fyrstu Frauðfluguna okkar úr rauðu Deproni sem ég tók með frá Danmörku.
Maður notar helst Koltrefjarör og borða til þess að stífa vélarnar með.
Depron er alger snilld að vinna með, pússast létt og hægt að fræsa spor í það, skera, líma, beygja etc. Það notum við Hjörtur aðallega í 6mm en einnig í 3mm þykktum til að búa til FrauðFlygildi (Foamies) með rafmagnsmótor
Mín hugmynd var að panta nokkra kassa af 6mm og eitthvað færri af 3mm.
Það er Glutolin í Þýskalandi þar sem við erum að athuga kaup á þessu. Maður smellir á Produkte og finnur svo depronið í vinstri valröðinni undir Glutolin->Depron. Þar er hægt að fá í kössum bæði 3 og 6 mm hvítar plötur með og án límhúðar. Maður mundi að sjálfsögðu nota það án límmhúðar.
Hér er þráður um svía sem eru að smíða Airbussa úr 3mm Depron og Hér er þráður um fyrstu Frauðfluguna okkar úr rauðu Deproni sem ég tók með frá Danmörku.
Maður notar helst Koltrefjarör og borða til þess að stífa vélarnar með.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Depron kaup
Það eru reyndar til amerískar frauðplastplötur sem ekki eru eins fínar. þær fást í byggingavöruverslunum þar í bölum og eru samanbrotnar, svokallað "fan-fold" Þær eru sumir að nota í ódýrar flugur en það er víst ekki eins skemmtilegt og Depron.
Spurningin til Messarans var eiginlega hvort hann hefði orðið var við Coroplast eða því um líkt sem millilegg milli stáleða annarra málmplatna? Það er ekki frauðplast heldur þetta "báruplast" með ferköntuðum rásum í eins og sést á mydunum á Pizza-box-flugu-vefnum sem Steinar vitnar í í nýlegum pósti.
Spurningin til Messarans var eiginlega hvort hann hefði orðið var við Coroplast eða því um líkt sem millilegg milli stáleða annarra málmplatna? Það er ekki frauðplast heldur þetta "báruplast" með ferköntuðum rásum í eins og sést á mydunum á Pizza-box-flugu-vefnum sem Steinar vitnar í í nýlegum pósti.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Depron kaup
Ég vil endilega skoða þetta. Ef þetta er eitthvað sniðugra en það sem ég var búinn að finna í gær.
Eru menn alment hrifnari af Depron heldur en EPP?
Ef þú ert til í að kanna þetta Björn þá vil ég vera með.
kv.
Sævar
Eru menn alment hrifnari af Depron heldur en EPP?
Ef þú ert til í að kanna þetta Björn þá vil ég vera með.
kv.
Sævar
Re: Depron kaup
Er með, veit reyndar varla hvað þetta er, en örugglega gott að eiga í skúrnum. Kem örugglega til með að nota í "eitthvað" sem flýgur.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Depron kaup
[quote=Slindal]Ég vil endilega skoða þetta. Ef þetta er eitthvað sniðugra en það sem ég var búinn að finna í gær.
Eru menn alment hrifnari af Depron heldur en EPP?
Ef þú ert til í að kanna þetta Björn þá vil ég vera með.
kv.
Sævar[/quote]
Depron er gert úr Pólýstýren og skammstöfun þess konar frauðplasts er EPS (Expanded PolyStyrene). EPP (Expanded PolyproPylene)er frauð úr plastefni sem er talsvert frábrugðið Polystyrene, það er mýkra og seigara (sama plast og í innkaupapokum)
EPP er mkið notað í þessum steyptu frauðflugum sem hægt er að kaupa meira og minna tilbúnar.
Depron plöturnar eur stökkar í sér og brotna ef maður beygir þær óvarlega.
EPP er nánast óbrjótandi og erfitt að slíta í sundur. Það er aftur á móti erfiðara í mótun og límíngu.
Varðandi pöntun þá gafst ég up á sínum tíma (2007 ?), kannski of fljótt en það var ekki svo mikil eftirspurn á Íslandi þá. Nú er kominn stór hópur sem vill ná í svona efni og því ástæða til að taka upp þráðinn.
Sjálfur er ég ekki í góðri aðstöðu núna til að standa í þessu en kaupi gjarnan með ykkur 2-3 kassa af 6 og 3 mm Depron og EPP líka ef það finnst
Eru menn alment hrifnari af Depron heldur en EPP?
Ef þú ert til í að kanna þetta Björn þá vil ég vera með.
kv.
Sævar[/quote]
Depron er gert úr Pólýstýren og skammstöfun þess konar frauðplasts er EPS (Expanded PolyStyrene). EPP (Expanded PolyproPylene)er frauð úr plastefni sem er talsvert frábrugðið Polystyrene, það er mýkra og seigara (sama plast og í innkaupapokum)
EPP er mkið notað í þessum steyptu frauðflugum sem hægt er að kaupa meira og minna tilbúnar.
Depron plöturnar eur stökkar í sér og brotna ef maður beygir þær óvarlega.
EPP er nánast óbrjótandi og erfitt að slíta í sundur. Það er aftur á móti erfiðara í mótun og límíngu.
Varðandi pöntun þá gafst ég up á sínum tíma (2007 ?), kannski of fljótt en það var ekki svo mikil eftirspurn á Íslandi þá. Nú er kominn stór hópur sem vill ná í svona efni og því ástæða til að taka upp þráðinn.
Sjálfur er ég ekki í góðri aðstöðu núna til að standa í þessu en kaupi gjarnan með ykkur 2-3 kassa af 6 og 3 mm Depron og EPP líka ef það finnst
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken