Síða 1 af 2
Re: Raðsmíði á Aircore Colt 40 SLT lágþekju
Póstað: 6. Mar. 2007 02:52:51
eftir maggikri
Þann 05.03.2007 kl. 22:10 hófst samsetning (raðsmíði kallast varla smíði) á Aircore Colt 40 SLT vélum. Maggi og Guðni skelltu sér í samsetningu á tveimur slíkum vélum.
Guðni að fá ráðleggingar hjá Sverri sem er staddur fyrir norðan.

Lím og svamppenslar sem eru notaðir í verkið

Og þá hefst límingin. Þetta er ekki eins nákvæm smíðalýsing eins og hjá Guðjóni og Sverri.

Skyldi þessi passa í gripinn. Er hann kannski of stór.

Hvað finnst ykkur?

Einhver mynd á verkinu

Kv
MK
Re: Raðsmíði á Aircore Colt 40 SLT lágþekju
Póstað: 15. Maí. 2007 20:54:55
eftir einarak
Sæll, hvaðan keyptu þið þessar vélar og hvað var verðið á þeim hingað komnum? keyptu þið báðar saman?
kv. E
Re: Raðsmíði á Aircore Colt 40 SLT lágþekju
Póstað: 15. Maí. 2007 22:01:59
eftir Sverrir
Þær voru verslaðar hjá TowerHobbies. Þær kosta um 82.500 stykkið hingað komnar ef þú tekur verðið á flugmiðunum með.
Ef þú lætur senda þær hingað(aðeins hægt með UPS) þá kostar stykkið um 15.000.
Þetta er hins vegar eitt af þeim skiptum sem ódýrara er að nota ShopUSA, með þeim kostar vélin um 11.000 hingað komin.
Re: Raðsmíði á Aircore Colt 40 SLT lágþekju
Póstað: 15. Maí. 2007 22:39:00
eftir Gaui
[quote=Sverrir]Þær voru verslaðar hjá TowerHobbies. Þær kosta um 82.500 stykkið hingað komnar ef þú tekur verðið á flugmiðunum með.[/quote]
Þetta finnst mér vera nokkuð hátt verð miðað við hvað þetta eru ljótar flugvélar

Re: Raðsmíði á Aircore Colt 40 SLT lágþekju
Póstað: 15. Maí. 2007 23:29:54
eftir einarak
Og er ekki önnur þessara til sölu...?

Re: Raðsmíði á Aircore Colt 40 SLT lágþekju
Póstað: 15. Maí. 2007 23:31:27
eftir Sverrir
Hér á við hið fornkveðna: Hverjum þykir sinn fugl fagur
[quote=einarak]Og er ekki önnur þessara til sölu...?

[/quote]
Efast stórlega um það, þar sem eigendurnir eru tveir. En það sakar ekki að gera þeim tilboð sem þeir geta ekki hafnað

Re: Raðsmíði á Aircore Colt 40 SLT lágþekju
Póstað: 15. Maí. 2007 23:35:28
eftir Björn G Leifsson
[quote=Gaui][quote=Sverrir]Þær voru verslaðar hjá TowerHobbies. Þær kosta um 82.500 stykkið hingað komnar ef þú tekur verðið á flugmiðunum með.[/quote]
Þetta finnst mér vera nokkuð hátt verð miðað við hvað þetta eru ljótar flugvélar

[/quote]
Æ-já, en hverjum þykir væntanlega sinn fugl fagur.
(tek fram að ég á ekkert í þessu

)
Re: Raðsmíði á Aircore Colt 40 SLT lágþekju
Póstað: 15. Maí. 2007 23:42:47
eftir einarak
[quote=Sverrir]Hér á við hið fornkveðna: Hverjum þykir sinn fugl fagur
[quote=einarak]Og er ekki önnur þessara til sölu...?

[/quote]
Efast stórlega um það, þar sem eigendurnir eru tveir. En það sakar ekki að gera þeim tilboð sem þeir geta ekki hafnað

[/quote]
ég gæti trúað því að það mætti borga einsog 12.1%-18.7% af heildar kostnaði (82.500) fyrir stykkið
Re: Raðsmíði á Aircore Colt 40 SLT lágþekju
Póstað: 16. Maí. 2007 11:42:20
eftir maggikri
humm
Re: Raðsmíði á Aircore Colt 40 SLT lágþekju
Póstað: 16. Maí. 2007 11:43:44
eftir maggikri
[quote=Gaui][quote=Sverrir]Þær voru verslaðar hjá TowerHobbies. Þær kosta um 82.500 stykkið hingað komnar ef þú tekur verðið á flugmiðunum með.[/quote]
Þetta finnst mér vera nokkuð hátt verð miðað við hvað þetta eru ljótar flugvélar

[/quote]
Gaui minn. Fegurðin er ekki alltaf allt. Það er líka notagildið.
kv
MK