Síða 1 af 14
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Póstað: 7. Mar. 2007 23:00:52
eftir Offi
Spekkar:
Wingspan: 1764mm
Wing Area: 56 sq dm
Flying Weight: 4300-4500g
Engine Size: 2c 0.90~1.08 4c ~1.20
Þessi verður sett saman á korteri... eða réttara nokkrum korterum. Ég tek korter í hádeginu á hverjum vinnudegi til að koma þessu saman og svo sjáum við hve mörg korterin verða. Mótorinn sem fer í þetta er GMS 120 tvígengis.
Kassinn varð of mikil freisting... meðan ég beið þess að einhver vildi kaupa (Takið eftir hvað er á skjánum):
Vængurinn límdur á korteri:
Vængurinn nánast klár... á hálftíma:
Varð bara að máta hann við skrokkinn og mæla... þrjúkorter:
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Póstað: 7. Mar. 2007 23:05:08
eftir Sverrir
Þetta hlítur að flokkast undir Extreme smíðar. Hvað dettur Offa í hug næst!?
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Póstað: 8. Mar. 2007 10:49:54
eftir Gaui
Í vinnunni ??? Ég ætti að prófa smíða svolítið í Enskutímum.
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Póstað: 8. Mar. 2007 11:55:44
eftir Offi
[quote=Gaui]Í vinnunni ??? Ég ætti að prófa smíða svolítið í Enskutímum.[/quote]
Hva... geturðu ekki fengið horn á kennarastofunni og smíðað í löngufrímínútum?
Svo ertu með aðgang að handmenntastofunni líka, ekki satt?
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Póstað: 8. Mar. 2007 12:14:38
eftir Gaui K
Hva?
og svo í golf í kaffinu?
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Póstað: 8. Mar. 2007 12:43:32
eftir Offi
Eitt sett á skrifstofunni og eitt í bílnum!
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Póstað: 8. Mar. 2007 21:12:43
eftir Offi
Korter dagsins var... 15 mínútur.
Ein spýta á dag kemur skapinu í lag. Ég límdi eina prýðisgóða spýtu á vænginn... smá styrking undir boltana sem ganga þarna í gegn og festa vænginn. Bréfaklemmurnar komu að góðu gagni við að halda henni á sínum stað. Áður hafði ég borað göt í gegnum hana og strippað klæðninguna af vængnum undir spýtunni góðu. Í þetta fóru nákvæmlega 15 mínútur.
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Póstað: 9. Mar. 2007 09:04:16
eftir Árni H
[quote=Offi]
Korter dagsins var... 15 mínútur.
Ein spýta á dag kemur skapinu í lag. Ég límdi eina prýðisgóða spýtu á vænginn... smá styrking undir boltana sem ganga þarna í gegn og festa vænginn. Bréfaklemmurnar komu að góðu gagni við að halda henni á sínum stað. Áður hafði ég borað göt í gegnum hana og strippað klæðninguna af vængnum undir spýtunni góðu. Í þetta fóru nákvæmlega 15 mínútur.
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 388295.jpg[/quote]
Þetta er fínt en ég mæli með því að trebba miðjuna á vængnum til öryggis! Þetta er líka miklu betri litasamsetning en á vélinni minni (heitinni)
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Póstað: 9. Mar. 2007 09:07:32
eftir Offi
Þú vildir ekki kaupa, venurinn! Það þarf ekkert að styrkja þetta meira, maður. Ég ætla alltaf að fljúga svo hægt og varlega!
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Póstað: 9. Mar. 2007 09:15:54
eftir einarak
Ég skoðaði þessa smíð hjá Offa í gær, þetta verður þrusu flott vél!