Síða 1 af 1
Re: Aero 40
Póstað: 9. Mar. 2007 21:29:34
eftir teddi
Jæja.. nú var rykið dustað af gamla trainernum og hann samsettur á ný...
ætli það séu ekki orðin góð 6 ár síðan hann flaug síðast..
nú bíður maður bara eftir góðaveðrinu hérna fyrir norðan og vonar að mótorinn standi nú ekki á sér þrátt fyrir þessa smáhvíld : - )
Re: Aero 40
Póstað: 10. Mar. 2007 14:57:31
eftir Árni H
Flott hjá þér og velkominn á ný í sportið. Maður ætti eiginlega að vera á Melunum í blíðunni í dag...
Re: Aero 40
Póstað: 13. Mar. 2007 09:25:04
eftir kip
Hún var sett í gang í gær og við teddi verðum poppþétt inn á melum um helgina
Re: Aero 40
Póstað: 14. Mar. 2007 15:38:25
eftir Árni H
Ich komme...
Re: Aero 40
Póstað: 14. Mar. 2007 17:06:52
eftir Sverrir
Var ekki örugglega búið að versla nýjar rafhlöður
Re: Aero 40
Póstað: 14. Mar. 2007 17:10:31
eftir teddi
hehehe... batteríin verða prófuð í kveld..
þaðððð er þó án efa ekki vitlaust að versla nýtt sett í þetta
skoðum það á morgun
Re: Aero 40
Póstað: 14. Mar. 2007 23:21:48
eftir teddi
prófaði batteríin núna í 50 mín.. fjarstýringin var komin niður í 95 og batteríið í vélinni rétt komið niður á medium
held þetta ætti að duga þokkalega fyrir einhver 2 flug um helgina
Re: Aero 40
Póstað: 15. Mar. 2007 07:56:21
eftir Þórir T
bættu við það ca 10 gráða frosti, servo á mikilli ferð undir álagi osfrv, prófaðu þau endilega í hleðslutæki sem getur gert og græjað þau
mbk
Tóti
Re: Aero 40
Póstað: 15. Mar. 2007 08:35:39
eftir Gaui
Teddi
Komdu með batteríin inn á Grísará í kvöld og við skellum þeim í Sæklarann og skoðum hvað hann nær að hressa þau við.